fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Sanders kominn með ógeð á græðginni: Lyfið var ókeypis en kostar nú 45 milljónir á ári

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir að rekja megi ótrúlegar hækkanir á lyfjaverði til ótrúlegrar græðgi. Eitt tiltekið lyf, Firdapse, sem gagnast þeim sem þjást af Lambert-Eaton-taugasjúkdómnum kostar til dæmis 45 milljónir króna á ári nú eftir að hafa fengist allt að því án endurgjalds.

Sanders, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, skrifaði bréf til forsvarsmanna lyfjafyrirtækisins Catalyst sem framleiðir lyfið. Einn af hverjum hundrað þúsund Bandaríkjamönnum þjáist af umræddum sjúkdómi og segir Sanders að margir þeirra muni þjást eða deyja vegna þessara ótrúlegu hækkana.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa varið þessar hækkanir og bent á að margir sjúklingar muni áfram geta nálgast lyfið á ódýran máta. Sanders hefur óskað eftir frekari útskýringum á þessu, en, umfram allt, vill hann vita hvernig fyrirtækið réttlætir það að rukka 45 milljónir króna fyrir lyfið sem fékkst án endurgjalds fyrir nokkru síðan.

Sjúklingar gátu nálgast lyfið ókeypis frá Jacobus Pharmaceuticals, litlu fyrirtæki í New Jersey, fyrir tilstilli Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Í nóvember síðastliðnum fékk Catalyst leyfi frá stofnuninni til að framleiða lyfið og fékk auk þess einkaleyfi á því. Í kjölfarið hækkaði verð á lyfinu margfalt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls