fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Er þetta undarlegasta málssókn síðari tíma? Saksækir foreldra sína fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 06:59

Raphael Samuel. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Samuel, 27 ára, frá Mumbai á Indlandi virðist vera ósáttur við að hafa verið borinn í þennan heim. Hann hefur stefnt foreldrum sínum fyrir dóm fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis.

Hann telur rangt að láta óviljugt barn ganga í gegnum þá „vitleysu“ sem lífið er til að gleðja foreldra sína. Hann hefur líkt barneignum við „mannrán og þrælahald“.

Á Facebooksíðu sinni spurði hann fylgjendur sína nýlega af hverju fólk sé verðlaunað af samfélaginu fyrir að stunda óvarið kynlíf. Hann hefur ratað í fréttirnar öðru hvoru fyrir þessar óvenjulegu skoðanir sínar.

Hann tilheyrir hinni svokölluðu „anti-natalist“ hreyfingu í Indlandi en hún hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri. Í henni er ungt fólk sem er ósátt við þann samfélagslega þrýsting sem er á það um að eignast börn.

Eitt af innleggjum Samuel í umræðuna.

Í samtali við The Print sagði Samuel að hann elski foreldra sína og samband þeirra sé gott en þau hafi eignast hann sér til gleði og ánægju. Hann sjái þó enga ástæðu til að eignast barn sjálfur til þess að láta það ganga í gegnum þá vitleysu sem lífið er. Sérstaklega í ljósi þess að börn biðji ekki sjálf um að vera búin til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?