fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Er þetta undarlegasta málssókn síðari tíma? Saksækir foreldra sína fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 06:59

Raphael Samuel. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Samuel, 27 ára, frá Mumbai á Indlandi virðist vera ósáttur við að hafa verið borinn í þennan heim. Hann hefur stefnt foreldrum sínum fyrir dóm fyrir að hafa eignast hann án hans samþykkis.

Hann telur rangt að láta óviljugt barn ganga í gegnum þá „vitleysu“ sem lífið er til að gleðja foreldra sína. Hann hefur líkt barneignum við „mannrán og þrælahald“.

Á Facebooksíðu sinni spurði hann fylgjendur sína nýlega af hverju fólk sé verðlaunað af samfélaginu fyrir að stunda óvarið kynlíf. Hann hefur ratað í fréttirnar öðru hvoru fyrir þessar óvenjulegu skoðanir sínar.

Hann tilheyrir hinni svokölluðu „anti-natalist“ hreyfingu í Indlandi en hún hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri. Í henni er ungt fólk sem er ósátt við þann samfélagslega þrýsting sem er á það um að eignast börn.

Eitt af innleggjum Samuel í umræðuna.

Í samtali við The Print sagði Samuel að hann elski foreldra sína og samband þeirra sé gott en þau hafi eignast hann sér til gleði og ánægju. Hann sjái þó enga ástæðu til að eignast barn sjálfur til þess að láta það ganga í gegnum þá vitleysu sem lífið er. Sérstaklega í ljósi þess að börn biðji ekki sjálf um að vera búin til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls