fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 16:30

Þessi hlýtur að hugsa jákvætt alla daga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neikvæðar hugsanir gera fólk ekki aðeins leitt og dapurt heldur hafa þær einnig áhrif á allan líkamann. Á hinn bóginn geta jákvæðar hugsanir styrkt ónæmiskerfið og hjálpað hjartanu að halda sér heilbrigðu og hjartslættinum í góðum takti.

Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem náði til 135 manns eftir því sem segir í umfjöllun The Telegraph.

Þátttakendunum var skipt í fimm hópa og fengu þeir mismunandi fyrirmæli á meðan hjartsláttur og svitaframleiðsla þátttakendanna var mæld. Þá voru þátttakendurnir spurðir út í tilfinningar sínar.

Tveir hópar fengu leiðbeiningar sem áttu að hjálpa fólkinu að hugsa jákvæðar og rólegar hugsanir en hinir hóparnir fengu leiðbeiningar sem áttu að vekja neikvæðar hugsanir.

Niðurstaðan var að hóparnir, sem hugsuðu jákvætt, voru með betri hjartslátt og svitnuðu minna. Auk þess var fólkið almennt jákvæðara í mati á tilfinningum sínum.

Þeir neikvæðu voru með örari hjartslátt, svitnuðu meira og það var hægt að tengja hugsanir þeirra við hótanir og stress.

Anke Karl, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að rannsóknin hjálpi til við að öðlast skilning á hvernig er hægt að nota jákvæðar hugsanir við sálfræðimeðferð.

Telegraph segir að niðurstöðurnar hafi verið birtar í vísindaritinu Clinical Psychological Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf