fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Finnar prófuðu borgaralaun: Nú er tilraunin hálfnuð og þetta eru helstu niðurstöður

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:00

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraun með borgaralaun er nú hálfnuð í Finnlandi. Niðurstöður benda til þess að borgaralaun auki vellíðan, bæti heilsu og minnki streitu meðal borgaralaunaþega en hins vegar virðast þau ekki hvetja til aukinnar atvinnuþátttöku. Frá þessi er greint á vef NBC news.

Þátttakendur tilraunarinnar eru tvö þúsund atvinnulausir Finnar á aldrinum 25-58 ára. Til samanburðar er svo hópur fimm þúsund aðila sem þiggja hefðbundnar greiðslur úr velferðarkerfinu sem samsvara íslenskum atvinnuleysis- og félagsbótum.

Tilraunin hófst í janúar árið 2017 en áætluð lok eru árið 2020.  Skýrsla Finnsku almannatryggingarstofnunarinnar, Kela, núna þegar tilraunin er hálfnuð sýnir, líkt og áður segir, fram á aukna vellíðan meðal borgaralaunaþega, betri heilsu og minni streitu. Hins vegar hefur atvinnuþátttaka ekki aukist meðal þátttakenda líkt og vonir stóðu til en Kela segir þó enn of snemmt að draga af því einhverjar ályktanir.

Borgarlaunin nema tæpum 78 þúsund krónur á mánuði. Þátttakendur tilraunarinnar eru úr röðum atvinnulausra Finna og voru valdir af handahófi. Borgaralaunin eru greidd án skilyrða og vonir stóðu til að þetta fyrirkomulag myndi hvetja þátttakendur til að hefja eigin rekstur, eða taka að sér láglaunuð eða tímabundin störf.  Hvatinn átti að koma frá því að þátttakendum væri tryggð þessi lágmarksfjárhæð, alveg sama hvort þeir færu að feta sig áfram í rekstri eða í öðrum störfum. En eins og Íslendingar þekkja hefur atvinnuþátttaka yfirleitt áhrif til lækkunnar á atvinnuleysisbætur eða félagsbætur.

Þátttakendur tilraunarinnar eru fyrstir Evrópubúa til að njóta tryggar lágmarksframfærslu í þessu formi. Finnland er að skoða möguleika þess að endurhugsa félagsmálakerfið og eru fyrsta Evrópuríkið til að hefja tilraunir með borgaralaun. Launin veita þiggjendum þeirra öryggisnet, en með slíkt öryggisnet geta einstaklingar tekið láglauna eða tímabundnum störfum, án þess að greiðslurnar skerðist, atvinnuþátttaka myndi því auka tekjur þeirra, án þess að það hefði áhrif til lækkunar borgaralaunanna á meðan eða eftir að launþeginn væri við störf.

Starfsmaður Kela, Minna Ylikanni, segir að borgaralaunþegar finni fyrir minni streitu, eru heilbrigðari og jákvæðari gagnvart framtíðinni heldur en samanburðarhópurinn á félag eða atvinnuleysisbótum.

Gagnrýnendur borgaralauna hafa sagt að fyrirkomulagið komi til með að letja fólk frá atvinnuþátttöku, en samkvæmt Kela er enn of snemmt að fullyrða slíkt. Hins vegar sýna niðurstöðurnar fram á að atvinnuþátttaka þeirra sem þiggja borgaralaun, er ekki minni heldur en samanburðarhóparins. Svo borgaralaun virðast ekki letja menn frá atvinnuþátttöku frekar en atvinnuleysis- eða félagsbæturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig