fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ótrúlegar myndir frá Rússlandi: 50 hvítabirnir sitja um híbýli fólks

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Rússlandi ætla að bregðast við neyðarástandi sem skapast hefur vegna hvítabjarna við Novaya Zemlya-eyjaklasann í Norður-Íshafi. Rúmlega 50 hvítabirnir hafa komið sér vel fyrir í Belushya Guba, einni helstu byggð eyjaklasans, þar sem þeir hafa setið um híbýli fólks, rótað í rusli og jafnvel ráðist á íbúa.

Yfirvöld í Moskvu hafa í hyggju að senda viðbragðsaðila á vettvang sem munu deyfa dýrin og flytja þau á brott. Vonast er til þess að það muni duga til að halda þeim frá, í bili að minnsta kosti. Ísbjarnaveiðar eru bannaðar í Rússlandi og því verða dýrin ekki drepin.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum og myndbandi eru íbúar ekki beint í eftirsóknarverðri stöðu. Margir veigra sér við að fara út úr húsi enda eru birnirnir hungraðir og í leit að fæðu. Foreldrar hafa ekki sent börn sín í skólann sem þarf svo sem ekki að koma á óvart.

Mikhail Stishov, fulltrúi hjá Arctic biodiversity, segir við rússneska fjölmiðla að þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Birnirnir leiti á land vegna þess að hafísbreiður, sem þeir venjulega halda sig á, eru ekki til staðar. Þá leita birnirnir á staði þar sem æti er að finna, oftar en ekki í og við mannabústaði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum