fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Vann einn og hálfan milljarð: Eyddi öllu í dóp, djamm og aðra vitleysu – Kominn í vinnu með 1.500 krónur á tímann

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vinna milljónir í lottóinu þó marga eflaust dreymi um það. Michael Carroll vann 10 milljónir punda, einn og hálfan milljarð á núverandi gengi, árið 2002 í breska lottóinu.

Hafi Carroll haldið að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum það sem eftir væri skjátlaðist honum hrapallega. Carroll eyddi peningunum í tóma vitleysu og það tók hann ekki mörg ár að eyða öllu vinningsfénu í tóma vitleysu; fíkniefni og vændiskonur þar á meðal auk skartgripa og lúxusbíla. Tíu árum eftir að hafa unnið þann stóra var Carroll búinn að eyða öllu.

Sjálfur segist hann ekki hafa séð eftir peningunum – eða öllu djamminu eftir að hafa orðið milljónamæringur.

Í nýrri umfjöllun sem birtist á vef breska blaðsins Mirror segist Carroll nú vera kominn í vinnu sem skógarhöggsmaður. Hann fær sem nemur 1.500 krónum á tímann fyrir vinnuna sem er nokkuð líkamlega krefjandi.

„Peningurinn var fljótur að hverfa en ég get ekki kvartað yfir neinu,“ segir hann. Auk þess að höggva tré þarf hann að flytja þunga poka, stútfulla af kolum, á milli staða. „Þetta eru 50 kílóa pokar og þarf að lyfta svona 150 pokum á dag,“ segir Carroll sem mætir til vinnu klukkan sex alla virka morgna.

Sem fyrr segir sér Carroll, sem er ekki nema 35 ára, eftir neinu. „Lífið snýst ekki um peninga. Það kann að hljóma brjálæðislega en ég hef aldrei verið hamingjusamari. Að verða gjaldþrota er það besta sem gat komið fyrir mig – þetta var samt mjög gaman meðan það entist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum