fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Fyrst bólusettur 18 ára og hjólar í foreldra sína – „Ótrúlegt að ég sé enn á lífi“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára piltur hefur loks látið bólusetja sig, átján árum eftir að hann kom í heiminn. Foreldrar hans eru mótfallnir bólusetningum og töldu þeir að hann myndi verða fyrir óafturkræfum heilaskaða ef hann léti bólusetja sig.

Pilturinn heitir Ethan Lindenberger og er búsettur í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum. Hann lét bólusetja sig gegn sex sjúkdómum; hettusótt og lifrarbólgu þar á meðal.

Ethan segir í samtali við bandaríska fjölmiðla að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara í bólusetningu daginn sem hann varð sjálfráða. Öll gögn sem hann hefði skoðað bentu eindregið til þess að bólusetningar væru gagnlegar og hreinlega lífsnauðsynlegar í mörgum tilfellum.

Óyggjandi rök afgreidd sem samsæri

Hann reyndi hvað hann gat að sýna foreldrum sínum niðurstöður rannsókna sem bentu til mikilvægis bólusetninga. „Svar þeirra var einfaldlega: „Þetta er það sem þau vilja að þú trúir“. Mér fannst lygilegt að það væri hægt að afgreiða þetta sem eitthvert samsæri,“ segir hann.

Móðir hans, Jill Wheeler, er afar óhress með ákvörðun sonarins og segir hana eins og blauta tusku í andlitið. „Mér leið eins og hann væri að segja við mig: „Þú veist ekki neitt og ég treysti þér ekki. Þú veist ekki hvað þú ert að tala um.“

Mislingafaraldur í Bandaríkjunum

Umræða um bólsetningar hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðast sífellt fleiri foreldrar kjósa að bólusetja ekki börn sín. Þetta hefur haft sínar afleiðingar eins og sést í auknum fjölda mislingatilfella í Bandaríkjunum. Talað hefur verið um faraldur í tíu ríkjum Bandaríkjanna og er staðan einna verst í Portland í Oregon.

Ethan segir að þegar hann var ungur hafi foreldrar hans talað ótt og títt um skaðsemi bólusetninga. Þær gætu valdið heilaskaða og einhverfu. Það var ekki fyrr en Ethan varð eldri og fór að ræða þessi mál við vini sína að hann komst að því að hann var sá eini sem ekki var bólusettur. Var hann því ekki bólusettur gegn alvarlegum sjúkdómum eins og hettusótt, lifrarbólgu, rauðum hundum eða mænusótt sem getur valdið lömun og dauða.

Vakti mikil viðbrögð

Ethan leitaði ráða á Reddit á síðasta ári þar sem hann sagði sögu sína. Spurði hann hvernig hann ætti að snúa sér ef hann vildi fá bólusetningu. „Það er í raun ótrúlegt að ég sé enn á lífi,“ sagði Ethan meðal annars í færslunni. Ekki stóð á viðbrögðunum því yfir þúsund svör bárust.

Ethan á yngri systkini; meðal annars 16 ára bróður sem ætlar að fara í bólusetningu þegar hann verður átján ára og 14 ára systur sem ætlar ekki að fara. Þá á hann yngri systkini einnig eins og sést á meðfylgjandi mynd. Í Ohio er ekki hægt að skikka foreldra til að láta bólusetja börn sín og því er það algjörlega undir foreldrum komið hvort börnin verða bólusett eða ekki. Móðir þeirra, fyrrnefnd Jill Wheeler, segist vonsvikin með ákvörðun Ethans og segist hún ætla að nýta tímann vel áður en hin börnin tvö verða átján ára. Segist hún ætla að sannfæra þau um að láta ekki bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður