fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Kóreuríkin sækja um að halda Ólympíuleikana 2032 saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 08:01

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að sækja í sameiningu um að halda Ólympíuleikana 2032. Tilkynnt verður opinberlega um þetta á föstudaginn þegar Alþjóðaólympíunefndin fundar í Lausanne í Sviss.

AFP skýrði frá þessu í morgun. Fram kemur að Suður-Kórea muni benda á Seoul sem aðra keppnisborgina og að norðanmenn muni benda á Pyongyang sem hina keppnisborgina.

Þetta eru að sjálfsögðu stór tíðindi enda hefur ekki ríkt mikill vinskapur á milli þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar en mikil þíða hefur komist á í samskiptum þeirra á undanförnum misserum. Ákvörðunin um að sækjast í sameiningu eftir að halda leikana er árangur samningaviðræðna á milli landanna sem hófust á síðasta ári.

Jafnframt hefur verið ákveðið að löndin keppi undir einum fána á leikunum í Tókýó á næsta ári.

Ólympíuleikarnir fóru fram í Seoul 1998 og vetrarleikarnir á síðasta ári fóru fram í Pyenogchang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum