fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:23

mynd/Daily Record

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12 ára stúlka lét lífið í hræðilegu slysi í Motherwell, Bretlandi, á þriðjudaginn. Hún var að ganga heim úr strætó þegar hún varð fyrir bifreið.  Íbúi á svæðinu var að horfa á sjónvarpið þegar hann heyrði háværan dynk. Daily Record ræddi við nágrannann.

„Ég var að horfa á sjónvarpið þegar ég heyrði háværan dynk og stökk við það upp úr sætinu. Ég sá tvo karlmenn inni í bifreiðinni sem var að keyra niður götuna. Um leið og bifreiðin nam staðar þaut annar maðurinn út úr bílnum og hljóp til stúlkunnar. Hann stóð svo yfir henni algjörlega frosinn. Hvorki hreyfði sig né sagði orð. Ökumaðurinn hljóp og reyndi að finna einhvern sem kynni endurlífgun. En endurlífgun gat ekki bjargað þessari stúlku. Þetta var hryllilegt.“ 

Stúlkan hét Abbie McLaren og farþegi bifreiðarinnar, sem stóð yfir henni í algjöru áfalli, var John McLaren. Hann var faðir Abbie.  Abbie var færð á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.  Ofangreindi íbúinn, sem hefur kosið að koma fram í skjóli nafnleysis, segist ekkert hafa sofið síðan slysið átti sér stað.  Íbúinn átti bifreið sem var lagt skammt frá slysstaðnum og eftir að Abbie varð fyrri bifreiðinni þá kastaðist hún á lagðan bíl íbúans. „Ég var beðinn um að færa bílinn svo sjúkraflutningamenn kæmust að stúlkunni. Þetta var hrollvekjandi sjón. Ég get ekki einu sinni hugsa um það. Bíllinn minn skiptir engu máli. Ung stúlka lét sviplega lífið og fjölskylda hennar mun aldrei ná sér.“

Vegurinn sem slysið átti sér stað á liggur beint í gegnum íbúðarhverfi. Íbúar hverfisins hafa lengi sagt að vegurinn sé stórhættulegur.

Einn nágranni Abbie sagði : „Ég veit ekki hvort að það dugi að setja upp hraðahindranir, umferðarljós eða hraðamyndavél en við verðum að berjast fyrir breytingum á þessum vegi áður en að fleiri láta lífið. Þetta má ekki gerast aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf