fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ökumaður peningaflutningabíls hvarf í 35 klukkstundir – Nú er hann fundinn en það vantar helming peninganna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 20:30

Derbez. Mynd:Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn gengu tveir öryggisverðir, sem sinna peningflutningum, út úr banka í Aubervilliers í úthverfi Parísar. Þeir höfðu skilað háum fjárhæðum af sér inni í bankanum og nú var kominn tími til að fara á næsta áfangastað. En það var eitt vandamál sem við var að etja. Bílstjórinn þeirra var horfinn og peningaflutningabíllinn með.

BBC skýrir frá þessu. Lögreglan hóf strax leit að bílnum og bílstjóranum og fann bílinn fljótlega. Hann var ekki fjarri bankanum. En hann var galopinn og bílstjórinn horfinn sem og allir peningarnir, 3 milljónir evra.

Á þriðjudaginn lýsti lögreglan eftir bílstjóranum, Adrien Derbez, og það bar skjótan árangur því ábending barst um hvar hann gæti verið. Sérsveit lögreglunnar réðst í framhaldi til inngöngu í íbúð í Amiens síðdegis á þriðjudaginn.

Lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári Derbez sem var á leið út um glugga þegar lögreglumenn ruddust inn í íbúðina. Hann var með margar töskur á bakinu sem voru fullar af peningum.

Hann hafði gengið laus í 35 klukkustundir. En nú var nýtt vandamál komið upp. Það vantaði 1,5 milljónir evra af peningunum sem hann stal.

Lögreglan hefur handtekið þrjá meinta samverkamenn Derbez en peningarnir eru enn ófundnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni