fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Getur þú gert fleiri en 40 armbeygjur?

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hversu margar armbeygjur þú getur gert segir ýmislegt um það hversu heilbrigt hjartað í þér er, að minnsta kosti ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust á dögunum.

Rannsóknin sem um ræðir stóð yfir í tíu ár og tók til slökkviliðsmanna. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að sterk fylgni var á milli þess hversu margar armbeygjur þeir gátu gert og það hversu miklar líkur voru á hjartasjúkdómum.

Það hefur lengi legið fyrir að þeir sem stunda reglulega hreyfingu eru síður líklegir til að greinast með hjarta- og æðasjúkdóma en kyrrsetufólk. Undirstrikar rannsóknin það kannski frekar en að armbeygjur einar og sér séu góðar fyrir hjartað. En niðurstöðurnar ljúga ekki.

Þeir sem gátu gert 40 armbeygjur eða fleiri voru í 96 prósent minni hættu á að fá hjartasjúkdóma en þeir sem gátu gert 10 eða færri. Þeir sem gátu gert 11 til 20 armbeygjur voru í 64 prósent minni hættu og þeir sem gátu gert 21 til 30 armbeygjur voru í 84 prósent minni hættu.

Rannsóknin tók til 1.104 slökkviliðsmanna í Indiana í Bandaríkjunum og stóð hún sem fyrr segir yfir í áratug. Miðgildi aldurs þátttakenda var 40 ár og var meðaltal BMI-líkamsþyngdarstuðuls 28,7.

Justin Yang, vísindamaður við Harvard TH Chan School of Public Health, segir að niðurstöðurnar séu áhugaverðar. Ljóst sé að ótvíræðir kostir fylgi því að geta gert margar armbeygjur. Hann bendir þó á að rannsóknin hafi verið tiltölulega lítil og aðeins karlar tekið þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku