fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bretar hyggjast svipta Shamima Begum ríkisborgararétti – Kemst ekki aftur til Bretlands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 06:59

Shamima Begum. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska innanríkisráðuneytið hyggst svipta Shamima Begum ríkisborgararétti til að koma í veg fyrir að hún komist aftur til Bretlands. Hún er með tvöfalt ríkisfang því hún er einnig ríkisborgari í Bangladesh. Begum komst í heimsfréttirnar fyrir fjórum árum þegar hún hélt til Sýrlands, aðeins 15 ára að aldri, ásamt tveimur vinkonum sínum til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Fréttamenn Sky höfðu nýlega upp á henni í flóttamannabúðum í Sýrlandi eins og DV skýrði frá nýlega. Hún var þá barnshafandi og ól son í flóttamannabúðunum nú í vikunni. Í samtali við Sky sagði hún að draumur hennar væri að komast aftur til Bretlands. Það fór ekki vel í ýmsa Breta og nú hefur innanríkisráðuneytið hafið ferli til að svipta hana ríkisborgararétti. Sky skýrir frá þessu.

Sky hefur eftir lögmanni fjölskyldu Begum að „fjölskyldan hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum“ með ákvörðun innanríkisráðuneytisins um „að svipta Shamima ríkisborgararétti“. Lögmaðurinn sagði að fjölskyldan muni leita allra lagalegra úrræða til að berjast gegn þessu.

Innanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál en talsmaður þess sagði að ákvörðun um að svipta fólk ríkisborgararétti sé byggð á öllum fyrirliggjandi gögnum og sé ekki tekin af neinni léttúð.

„Á undanförnum dögum hefur innanríkisráðherrann gert það ljóst að það er forgangsverkefni hjá honum að tryggja öryggi Bretlands og þeirra sem þar búa.“

Sagði talsmaðurinn og bætti við að til að gera þetta hefði ráðherrann völd til að svipta fólk ríkisborgararétti ef það gerir það ekki ríkisfangslaust.

Begum er ekki með breskt vegabréf að eigin sögn því hún ferðaðist til Sýrlands á vegabréfi systur sinnar. Það var tekið af henni þegar hún fór yfir landamærin til Sýrlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar