fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Afplánar 450 ára dóm: Fórnarlömb hans segja hann saklausan

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ricky Malee var ákærður fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur ungum drengjum gerðu saksóknarar honum tilboð. Hann myndi játa sök og sitja í fangelsi næstu tíu árin. Þetta var árið 2001 en þar sem Ricky þvertók fyrir að hafa gert eitthvað rangt hafnaði hann þessu tilboði saksóknara.

Svo fór að dómstóll í Maryland í Bandaríkjunum sakfelldi Malee fyrir brotin og var niðurstaðan býsna sláandi: Hann var dæmdur í 450 ára fangelsi og hefur hann nú afplánað sautján ár af þeim dómi.

Málið þykir um margt nokkuð merkilegt í ljósi þess að drengirnir sem Malee var dæmdur fyrir að brjóta gegn segja hann aldrei hafa brotið gegn sér. Frederick News-Post fjallar um mál Ricky.

Árið 1996 var Malee fyrst handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ungri frænku sinni. Það mál endaði þó ekki með dómi.

Á þessum tíma var Ricky í sambúð með konu að nafni Hilda Smith sem átti tvo drengi; Kyle og Eugene. Þau bjuggu öll saman undir sama þaki í Maryland um tíma en í nóvember árið 1997 var drengjunum komið fyrir hjá fósturforeldrum. Það var þá sem Kyle sagði fósturmóður sinni frá meintum brotum stjúpföður síns og raunar fleiri einstaklinga. Saksóknarar segja að hinn bróðirinn hafi um svipað leyti einnig lýst því hvernig Ricky hefði brotið gegn honum. Þetta var þegar þeir voru þriggja og sjö ára en í dag eru þeir 26 og 30 ára.

Í umfjöllun Frederick News-Post kemur fram að Ricky hafi verið mjög brugðið þegar þessar ásakanir komu fram, enda hafi hann aldrei verið einn með drengjunum lengur en í nokkrar mínútur í senn.

Þegar réttarhöldin fóru fram árið 2001 staðfesti móðir drengjanna, Hilda Smith, þetta. Ricky hafi aldrei verið einn með drengjunum og því væri nær ómögulegt að hann hefði gerst brotlegur. En Kyle og Eugene héldu sig við fyrri framburð og lýstu brotum hans Rickys fyrir dómi. Ricky var að lokum fundinn sekur og dæmdur sem fyrr segir í 450 ára fangelsi.

Í umfjöllun Frederick News-Post kemur fram að Kyle og Eugene hafi síðar lýst því yfir að Ricky hefði aldrei brotið gegn þeim. Hefur Kyle frá árinu 2015 barist fyrir því að málið verði tekið upp að nýju og Ricky verði hreinsaður af öllum ásökunum. Það hefur enn sem komið er engan árangur borið og er ekki útséð með það hvort Ricky muni aftur geta um frjálst höfuð strokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?