fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Birta myndir úr kjallaranum þar sem henni var haldið í 88 daga – Milljón dollara spurningin í máli Jayme Closs

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Barron-sýslu í Bandaríkjunum vinna nú að því að púsla saman máli Jake Patterson sem grunaður er um að hafa rænt hinni þrettán ára gömlu Jayme Closs og haldið henni fanginni í kjallara á heimili sínu í 88 daga. Áður en Jayme var numin á brott voru foreldrar hennar skotnir til bana.

Greint var frá því fyrir helgi að Jayme hefði sloppið úr haldi mannræningja síns. Í kjölfarið var hinn 21 árs gamli Patterson handtekinn. Jayme var illa til reika og auðsýnilega vannærð þegar hún slapp.

„Ég skil þetta ekki sjálfur“

Christopher Fitzgerald, lögreglustjóri í Barron-sýslu, segir að lögregla fari nú yfir öll sönnunargögn málsins. „Við erum að þræða okkur í gegnum 88 daga af sönnunargögnum. Við erum til dæmis að leita að kvittunum, hvar hinn grunaði hefur haldið sig síðustu mánuði.“

Það var þann 15. október síðastliðinn að ráðist var inn á heimili fjölskyldu Jayme. Foreldrar hennar voru skotnir til bana en svo virðist vera sem Jayme hafi tekist að hringja í neyðarlínuna. Neyðaróp heyrðust en þegar lögregla mætti á vettvang fundust foreldrar stúlkunnar látnir en sjálf var hún á bak og burt.

Ástæða morðanna og mannránsins virðist ekki liggja fyrir með neinni vissu og þá liggur ekki fyrir hvers konar meðferð stúlkan fékk í kjallaranum þessa 88 daga. „Ég skil þetta ekki sjálfur. Milljón dollara spurningin er hvers vegna þetta gerðist,“ segir Christopher við CNN.

Rakaði af sér hárið

Fitzgerald segir ljóst að Jake hafi skipulagt morðin og mannránin vel. Þannig hafði hann rakað af sér allt hár áður en hann ruddist inn en svo virðist vera sem hann hafi gert það til að minnka líkur á að DNA fyndist á vettvangi. Lögregla hefur lagt hald á nokkur skotvopn, þar á meðal haglabyssu sem líklega var notuð í morðunum. Telur lögregla að Jake hafi ætlað sér að ræna Jayme – það hafi allan tímann verið markmið hans.

En þá kemur lögregla að annarri ráðgátu. Ekkert liggur fyrir í málinu sem bendir til þess að Jake hafi þekkt Jayme. Hann vann þó um tíma í verksmiðju í Barron, sömu verksmiðju og foreldrar Jayme unnu fyrir, en hann hætti eftir aðeins einn dag í starfi. Jayme hefur sagt lögreglu, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum, að hún hafi ekki þekkt Jake.

Robert Naiberg, afi stúlkunnar, segir við Chicago Tribune að lögregla hafi flýtt sér hægt undanfarna daga við að ræða við Jayme. Hún sé eðlilega í miklu áfalli vegna málsins, ekki síst vegna dauða foreldra sinna, sem voru myrtir að henni viðstaddri.

Búist er við því að Jake verði formlega ákærður vegna málsins í dag.

Breski vefmiðilinn Mail Online birti myndir úr kjallaraholunni þar sem Jayme var haldið í þessa 88 daga sem um ræðir. Sóðalegt var um að litast í kjallaranum þegar lögregla kom á vettvang en þó ekkert sem beinlínis benti til þess að eitthvað grunsamlegt væri í gangi. Myndirnar má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?