fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Lúxuslíf raðmorðingja: Lifir á KFC og Pizza Hut í fangelsinu

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lít ekki á mig sem raðmorðingja. Ég drap fullt af fólki til að græða á því peninga.“ Þetta segir Bandaríkjamaðurinn William Dathan Holbert, einnig kallaður Wild Bill, í viðtali við breska blaðið Mirror.

William þessi var dæmdur í 47 ára fangelsi í Panama, syðsta ríki Mið-Ameríku, fyrir fimm morð. Dómurinn féll árið 2017 en Holbert var dæmdur fyrir að ræna og drepa fimm bandaríska ríkisborgara í landinu á árunum 2007 til 2010. Fyrrverandi eiginkona hans, Laura Reese, var dæmd í 26 ára fangelsi fyrir sinn þátt.

KFC og Pizza Hut í heimsendingu

Þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólum viðurkenndi hann að hafa drepið einstaklingana til að komast yfir fasteignir þeirra. Í opinskáu viðtali við Mirror, sem tekið var í gegnum WhatsApp-forritið, varpaði Holbert ljósi á lífið í fangelsinu. Óhætt er að segja að hann hafi það gott.

William deilir klefa með fimm föngum og líkir þessi 39 ára fangi sér við „rokkstjörnu“ í Chiriqui-fangelsinu í Panama. Hann segist borða reglulega skyndibita sem aðrir fangar hafa ekki aðgang að. Hann nefnir til dæmis skyndibitastaðina KFC og Pizza Hut. Eiginkona hans, sem hann kynntist eftir að hann hlaut dóminn, kaupir matinn og kemur honum til hans.

 

Hægt að fá allt saman

„Ég er rokkstjarna hérna maður. Hvert sem ég fer, þá er mjög vel tekið á móti mér,“ segir hann og á við innan veggja fangelsisins. „Ef þig langar í eitthvað hérna þá geturðu fengið það. Ef þú vilt að konan þín komi og verði með þér í þrjá daga þá geturðu það – það kostar bara peninga.“

Þó að Holbert líti ekki á sig sem raðmorðingja segist hann sjá eftir gjörðum sínum. „Ég var algjör skíthæll áður fyrr. En núna er ég bara hálfdrættingur á við það sem ég var,“ segir hann og hlær í samtali við Mirror.

Þrátt fyrir að lifa sjálfur einskonar lúxuslífi í fangelsinu gagnrýnir hann stöðu fangelsismála í landinu. Hann segir að mannréttindi séu þverbrotin á föngum þar í landi. Allt of margir fangar séu í hverjum klefa, maturinn sé hreinlega ógeðslegur og hreinlæti ábótavant.

Hann sendi Mirror myndir úr fangelsinu og þar má meðal annars sjá hann með samföngum sínum þar sem þeir sitja saman og drekka kók. Þá eru myndir af honum í ræktinni og myndir af seðlabúntum sem hann er með í fangelsinu.

Fyrrverandi eiginkonan saklaus, segir hann

Hann segir að fyrrverandi eiginkona hans, Laura Reese sem fékk 26 ára dóm, hafi verið saklaus. Hún hafi ekki komið nálægt glæpum hans. „Ég játaði þó þeir hefðu í raun ekkert á mig. Henni var skellt í fangelsi líka. Það er harmleikur því hún hafði ekkert með þetta að gera. Það eina sem hún gerði var að deila húsi með mér, elda fyrir mig og stunda með mér kynlíf.“

Svo virðist vera sem hann sé nokkuð ánægður í fangelsinu. „Hér snýst allt um peninga. Það eina sem við megum ekki gera er að strjúka.“ Bendir hann á að fangar geti keypt bjór, fengið heimsóknir frá konum eins og bent er á hér að framan. Þá sé aðgangur að fíkniefnum auðveldur. „Ég nota engin eiturlyf, þau láta mér ekki líða vel. Ég sel ekki heldur eiturlyf en ég sel umboð til annarra fanga svo þeir megi selja eiturlyf. Ef þú selur fíkniefni í fangelsinu verðurðu að hafa leyfi til þess.“

Holbert var sem fyrr segir dæmdur í 47 ára fangelsi og ef fer sem horfir losnar hann úr fangelsi árið 2064.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða