fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vísindamaður étinn lifandi af krókódíl

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamaður var étinn lifandi af 5 metra löngum krókódíl þegar hann var við störf á CV Yosiki rannsóknarstöðinni í Indónesíu um helgina.   Tribun Manado dagblaðið hefur eftir lögreglu að hin 44 ára Deasy Tuwo hafi dottið ofan í laug á rannsóknarstöðunni. Aðkoman var hræðileg og mun krókódíllinn hafa étið helminginn af henni en það voru samstarfsmenn sem fundu hana:

„Við litum á krókódílalaugina og þar var eitthvað fljótandi, það var það sem var eftir af Deasy,“ sagði Erling Rumengan, vísindamaður á stöðinni.

Krókódíllinn, sem heitir Merry, er gæludýr eiganda rannsóknarstöðvarinnar, hann mun vera japanskur auðmaður. Yfirvöld í Indónesíu gengur illa að hafa uppi á honum, þangað til það næst í hann verður Merry settur á róandi lyf og haldið í einangrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt