fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Bannaður fyrir lífstíð fyrir fáránlegt uppátæki í skemmtiferðaskipi – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nick Naydev, 27 ára karlmaður frá Vancouver í Washington-ríki Bandaríkjanna, mun ekki fá að fara aftur um borð í skemmtiferðaskipið Symphony of the Seas.

Ástæðan er frekar brjálæðislegt uppátæki sem Nick framkvæmdi fyrir skemmstu þegar hann stökk í sjóinn úr skipinu af elleftu hæð þess. Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli og má í raun segja að Nick sé heppinn að hafa sloppið án alvarlegra meiðsla.

Atvikið átti sér stað þegar skipið var við höfnina í Nassau á Bahamas. Skipið var kyrrstætt – sem betur fer – og viðurkennir Nick að hann hafi ekki getað gengið í þrjá daga eftir stökkið. Ástæðan var sú að hann var verulega aumur í rófubeininu og hálsinum.

Þegar upp komst um atvikið var honum og félögum hans, sem tóku stökkið upp, vísað umsvifalaust frá borði.

„Þetta var heimskuleg og kærulaus hegðun. Honum og fylgarliði hans hefur verið bannað að sigla með okkur aftur,“ sagði Royal Caribbean, rekstraraðili skipsins, í yfirlýsingu. Þá var tekið fram að fyrirtækið væri að hugleiða hvort hægt yrði að grípa til lagalegra aðgerða gegn Nick.

Í samtali við fjölmiðla sagði Nick að hann hafi verið drukkinn þegar hann ákvað að stökkva. Þeir félagarnir hafi setið að sumbli kvöldið áður og þegar hann vaknaði um morguninn – enn undir áhrifum – hafi hann ákveðið að stökkva.

Bátur sem átti leið hjá skammt frá tók Nick um borð og færði hann í land. Ekki liggur fyrir hversu hátt stökkið var en gera má ráð fyrir að það hafi verið tugir metra. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en varla þarf að taka fram að þetta er eitthvað sem enginn ætti að leika eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?