fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en skáldskapur og það átti svo sannarlega við í tilviki manns sem fékk fimmtán bjóra frá læknum sem enduðu á að bjarga lífi hans. Newsweek fjallar um þetta sérkennilega mál.

Forsaga málsins er sú að víetnamskur karlmaður á besta aldri, Nguyen Van Nhat, var fluttur á sjúkrahús í Quant Tri-héraði þann 25. desember síðastliðinn vegna heiftarlegrar áfengiseitrunar. Maðurinn hafði drukkið metanól, einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri, og var alkóhólmagnið í blóði hans ríflega þúsundfalt á við það sem talið er öruggt.

Metanól er ekki það sama og etanól þó bæði efnasamböndin séu alkóhól. Etanólið er það efnasamband sem finna má í áfengum neysluvörum en metanólið ekki.

Nguyen var meðvitundarlaus þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið og brugðu læknar á það ráð að gefa honum sem nemur einum bjór á hverjum klukkutíma – alls 15 stykki. Til að gera langa sögu stutta var þetta gert til að takmarka það magn metanóls sem lifrin brýtur niður. Við niðurbrotið myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun, hálfum til einum sólarhringi eftir neyslu metanólsins. Afleiðingarnar geta verið lífshættulegar og einnig valdið blindu.

Í umfjöllun Newsweek kemur fram að etanólið stöðvi eða seinki oxun metanóls í formaldehýð sem aftur oxast í maurasýruna hættulegu. Með þessu tókst læknum að kaupa sér tíma sem þeir nýttu til að framkvæma blóðskilun. Þremur vikum eftir innlögn var Ngueyn útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann við ágæta heilsu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“