fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Unglingurinn framdi engan glæp: 13 árum síðar er hann enn læstur inni með morðingjum og nauðgurum

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 23:00

Tracey Gibbon of Kemnay. Her son Kyle who has ADHD has been stuck in Carstairs with no criminal record or sign of release. Pictured - Tracey Gibbon at home. Picture by Kami Thomson 29-10-18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kyle Gibbon útskrifaðist úr skóla við átján ára aldur ákvað fjölskylda hans, í samráði við hann, að hann færi á sértaka deild á sjúkrahúsinu í sex vikur. Allt átti þetta að vera í hans þágu og tilgangurinn að skoða áhugasvið hans og þarfir. Kyle þessi hafði greinst með einhverfu ungur að árum og átti erfitt með að fylgja eftir jafnöldrum sínum í skóla.

Nokkrum dögum eftir að hann fór á deildina var Kyle settur inn á lokaða deild. Yfirvöld tóku fram fyrir hendurnar á honum og foreldrum hans og lögðu hann inn á geðdeild. Hann hafði ekkert um það að segja. Nú, þrettán árum síðar, er Kyle lokaður inni á réttargeðdeild í Skotlandi þar sem meðal annars má finna morðingja og nauðgara. Sjálfur hefur Kyle aldrei komist í kast við lögin.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi og skyldi engan undra.

Fjölskylda hans steig fram í viðtali við Mail Online um helgina og lýsir móðir Kyle því hvernig hann hefur verið laminn, honum strítt, hann sendur í einangrun og sterkum lyfjum dælt ofan í hann. Þá þurfti að sauma 45 spor í hann og koma plötum fyrir í handlegginn á honum eftir að hann handleggsbrotnaði illa í átökum við starfsfólk.

„Ég kenni sjálfri mér um. Ég hélt að ég væri að hjálpa honum með því að senda hann á þessa deild – ég hlustaði á sérfræðinga – en í raun og veru var ég að setja snöruna um hálsinn á honum. Ég þarf að lifa með þeirri ákvörðun það sem eftir er,“ segir Tracey, móðir hans.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Kyle sé einn níu einstaklinga sem greinst hafa með einhverfu sem lokaður eru inni á umræddu sjúkrahúsi, Carstairs. Rannsókn blaðsins leiddi í ljós að dæmin séu fleiri, mörg hundruð einstaklingar í svipuðum sporum séu lokaðir inni á deildum víðsvegar um Bretland.

Afhjúpunin hefur vakið athygli ráðamanna í Bretlandi sem hafa kallað eftir rannsókn. „Þetta er harmleikur. Kyle er lokaður inni með mörgum af harðsvíruðustu glæpamönnum Bretlands. Það þarf augljóslega að endurmeta hans stöðu og hann þarf að fá að fara heim. Þetta á ekki að fá að viðgangast,“ segir Alexander Burnett, þingmaður Íhaldsflokksins, um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig