fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Drengirnir bundnir og sprautaðir með ketamíni til að bjarga þeim

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 17:30

Strákarnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýútgefin bók, Hellirinn eftir Liam Cochrane, fjallar um drengina 12 og þjálfara þeirra sem bjarga þurfti eftir að flæddi inn í helli sem þeir voru að skoða í Taílandi, í júlí á síðasta ári. Bókin segir frá því að drengirnir hafi verið svæfðir með samsetningu lyfja, meðal annars ketamíni, en með öðru móti hefði verið vonlaust að bjarga þeim. Læknirinn sem sá um að gefa þeim lyfin fór fram á friðhelgi fyrirfram, því líkur á að einhver léti lífið voru afar miklar. 

Bókin er áhugaverð fyrir það leyti að hún lýsir björguninni með mjög raunverulegum hætti. Þegar reynt var að bjarga drengjunum fengju fjölskyldur þeirra ekki að vita sannleikann. Þeim var sagt að drengjunum yrði kennt að kafa og þeir myndu svo synda undir leiðsögn. Raunin var sú að engin leið var að kenna svona ungum drengjum að kafa, þetta hratt og við þetta erfiðar aðstæður. Öllu erfiðari og umdeilanlegri aðferðum þurfti að beita. Drengirnir að endingu svæfðir, meðal annars gefið lyfið ketamín og annað lyf sem átti að koma í veg fyrir of mikla munnvatnsframleiðslu.

„Kafararnir handjárnuðu hann þá, bundu bönd um hendur hans og festu fyrir aftan bak. Þetta var til að tryggja að hann myndi ekki rífa af sér köfunargrímuna ef hann vaknaði af ketamín svefninum, og þar með stofna bæði eigin lífi og lífi bjargvættarins í hættu.“

Þegar ráðist var í aðgerðirnar var óvíst hvort hægt yrði að bjarga öllum, eða yfirhöfuð nokkrum með þessu móti, en ekki gafst mikill tími til að finna önnur úrræði. Læknarnir sem fengnir voru til að svæfa drengina fyrir björgunartilraunina fóru fram á friðhelgi frá yfirvöldum fyrirfram, því þeir vildu ekki vera ábyrgir fyrir þeim lífum sem ekki tæki að bjargast, en ágætis líkur voru taldar á að ekki allir kæmust lífs af úr hellinum.

Í bókinni er rakið að einn drengjanna hafi vaknað á meðan á köfuninni stóð. „Sem betur fer mundi ekkert af drengjunum eftir þessari háskaför. Ketamínið aftengdi hugsanir þeirra frá líkamanum og sumum þeirra dreymdi fjöruga drauma.“ Annar drengur brást illa við ketamíninu og öndun hans varð óregluleg. Læknirinn þurfti að bíða með honum í hálfa klukkustund áður en hægt var að kafa með drenginn burt úr hellinum. 

Þegar ákveðið var í hvaða röð drengjunum skyldi bjargað ákváðu þeir að fara eftir því hverjir ættu heima lengst frá hellinum. „Við ákváðum að þegar þeir væru komnir út þá myndu þeir hjóla heim til sín og láta hinar fjölskyldunnar vita á leiðinni.“ Þótti þetta viðhorf góð lýsing á því hvað drengirnir, og þjálfarinn þeirra, gerðu sér litla grein fyrir hversu fyrirferðamikið máli þeirra var orðið. Allir heimurinn fylgdist með og beið tíðinda.

Hefðu drengirnir ekki verið meðvitundarlausir meðan á björgunaraðgerðum stóð hefði verið hætt við að þeir yrðu hræddir og þar með torvelt kafaranum verkið. 

 

Umfjöllun The DailyMail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug