fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hlaupaúrið varð leigumorðingjanum að falli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 21:30

Mark Fellows.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Fellows mun væntanlega bölva sjálfum sér í sand og ösku það sem hann á eftir ólifað. Auk þess að vera illmenni getur þessi 38 ára gamli leigumorðingi nú þakkað sjálfum sér fyrir að lífi hans sem frjáls maður er nú lokið. Það var hin stóra ástríða hans, önnur en að myrða fólk, sem varð honum að falli.

Auk þess að stunda leigumorð stundaði Fellows langhlaup af krafti. Það var einmitt hlaupaúrið hans sem varð honum að falli. Úrið safnaði nákvæmum upplýsingum um hvar hann var hverju sinni, púls hans og hlaupahraða. Þessi gögn reyndust einmitt skipta sköpum við rannsókn á morðunum á Paul Massey árið 2015 og John Kinsella á síðasta ári en þeir voru báðir þekktir afbrotamenn. Hann fékk 10.000 pund fyrir hvort morð en þau áttu rætur að rekja til átaka glæpagengja í Manchester á Englandi.

Fellows myrti þá báða eftir að hafa undirbúið sig mjög vel með því að fylgjast með þeim um langa hríð áður en hann lét til skara skríða og skaut þá til bana.

Hlaupaúrið varð honum að falli.

En það var einmitt þessi góði undirbúningur og hlaupaúrið sem urðu honum að falli. Þegar lögreglan gerði húsleit heima hjá honum á síðasta ári fann hún úrið. Við nánari skoðun á því var hægt að sjá nákvæmlega hvar Fellows hafði haldið sig hverju sinni þegar hann undirbjó morðið á Massey og hvar hann var þegar Massey var myrtur. Einnig var hægt að rekja flóttaleið Fellows frá vettvangi eftir úrinu.

Það sama á við um morðið á Kinsella, hlaupaúrið sagði lögreglunni alla söguna um hvernig Fellows undirbjó það og hver flóttaleið hans var.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Samverkamaður hans, Steven Boyle, var dæmdur í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 33 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?