fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Adam var sparkað úr landi eftir 37 ár í Bandaríkjunum og sendur til Suður-Kóreu

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Adam Crapser hafi fæðst í Suður-Kóreu þekkir hann engan í landinu og kann ekki einu sinni tungumálið. Þrátt fyrir það var Adam sendur til Suður-Kóreu eftir að hafa verið vísað úr landi í Bandaríkjunum, 37 árum eftir að hann var ættleiddur þangað.

Málið hefur vakið talsverða athygli undanfarin misseri en hann var þriggja ára þegar hann var ættleiddur til Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu. Óhætt er að segja að líf hans í Bandaríkjunum hafi ekki verið neinn dans á rósum. Hann var beittur ofbeldi og voru fósturforeldrar hans handteknir vegna þeirra ásakana árið 1991.

Enginn sótti um græna kortið

Þegar Adam komst á fullorðinsár áttaði hann sig á því að hann væri ekki með græna kortið, sem er forsenda þess að geta lifað og starfað í Bandaríkjunum. Þegar hann kannaði málið betur kom í ljós að hann hafði aldrei fengið græna kortið, var í raun ekki ríkisborgari í skilningi laganna og því ólöglega í landinu. Fjölskyldur hans í Bandaríkjunum höfðu trassað það að sækja um nauðsynleg gögn. Hafa ber í huga að Adam hafði nær alla sína ævi búið í Bandaríkjunum, gengið í skóla þar og eignast fjölskyldu.

Í ljósi þess að Adam hafði áður gerst brotlegur við lög gátu bandarísk yfirvöld vísað honum úr landi með vísan í lagaákvæði. Fyrir margt löngu hlaut hann dóm fyrir innbrot og líkamsárás og árið 2016 var honum loks vísað úr landi og hann sendur til fæðingarlandsins, Suður-Kóreu.

Einangraður í framandi landi

Undanfarin ár hefur Adam verið í Suður-Kóreu þar sem hann er einangraður að mörgu leyti. Sem fyrr segir talar hann ekki tungumálið, þekkir ekki mikið til suðurkóreskrar menningar. Lesendur gætu í raun sett sig í hans spor og spurt hvernig þeim myndi reiða af ef þeir yrðu skyndilega sendir til Suður-Kóreu.

„Þetta er barningur frá degi til dags,“ segir Adam, sem nú er 43 ára, í samtali við AP-fréttastofuna. Adam hefur í raun ekki marga möguleika, afar ólíklegt er að hann geti snúið aftur til Bandaríkjanna og hefur Adam ákveðið að leita réttar síns fyrir suðurkóreskum dómstólum. Hefur hann stefnt yfirvöldum í Suður-Kóreu og ættleiðingarstofunni, Holt Chrildrens Services, sem sá um mál hans á sínum tíma.

Vill 20 milljónir í bætur

Adam krefst þess að fá 177 þúsund Bandaríkjadali í bætur, rúmar 20 milljónir króna, en í kröfugerðinni sem Adam leggur fram kemur fram að víða hafi pottur verið brotinn hvað varðar ættleiðingar frá Suður-Kóreu á sínum tíma. Í raun hafi ættleiðingar – og allt sem þeim fylgdi – orðið að stórum bissness, ef svo má segja, á áttunda og níunda áratugnum. Þá voru mörg börn send frá fjölskyldum sínum í fljótfærni; lítið hafi verið hugsað um þeirra hag, hvert þau yrðu send og hvort nauðsynlegir pappírar fylgdu. Yfirvöld hafi einblínt á „útflutning á börnum“ í þeim tilgangi að auka hagvöxt í landinu.

Þá bendir Adam á að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með fyrirtækjum sem sáu um ættleiðingar. Í frétt AP er þess getið að Adam sé líklega langt því frá sá eini í þessum sporum. Þúsundir barna voru ættleidd frá Suður-Kóreu til Bandaríkjanna á sínum tíma og þykir ekki ólíklegt að margir einstaklingar í Bandaríkjunum séu ekki með græna kortið. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að Adam sé einn fimm einstaklinga sem sendir hafa verið til baka til Suður-Kóreu frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar