fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Mögulegt viðskiptastríð að hefjast vegna pálmaolíu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptastríð er mögulega að fara eiga sér stað á milli Frakklands og Malasíu vegna Pálmaolíu. Franska þingið samþykkti í síðasta mánuði frumvarp þess efnis að pálmaolía yrði bönnum í framleiðslu á lífeldsneyti árið 2020. Stjórnvöld í Malasíu brugðust hart við þessum fréttum og hóta nú að grípa til innflutningsbanns á frönskum vörum. Malasía ásamt Indónesíu framleiða um rúmlega 90% af allri pálmaolíu í heiminum og eru því gífurlegir mikilvægt fyrir Malasíu að Frakkar haldi áfram notkun á pálmaolíu. Viðskipti á milli Frakklands og Malasíu hljóða upp á rúmlega 530 milljarða íslenskra króna og eru því miklir hagsmunir í húfi. Evrópusambandið mun alfarið banna notkun á pálmaolíu í lífeldsneyti árið 2030, en mörg ríki sambandsins eru nú þegar byrjuð að draga úr notkun á pálmaolíu.

Umhverfissamtök benda á að ræktun á pálmaolíu valdi gífurlegri skógareyðingu ásamt því að yfir 100 þúsund órangútanar eru taldir hafa drepist vegna skógareyðingarnar síðan árið 2000, ásamt því að fjöldinn af öðrum dýrategundum. Bent er þó á að framleiðsla á pálmaolíu sé töluvert umhverfisvænni en framleiðsla á til dæmis sólblómaolíu eða olíur framleiddar úr sojabaunum, þar sem pálmaolía þarf mun minna landsvæði til ræktunar en hinar tegundirnar. Þetta gildir þó eingöngu séu skógar ekki höggnir niður fyrir framleiðsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig