fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Líkið í ferðatöskunni – Hver myrti Valerie?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 21:30

Valerie. Mynd:Lögreglan í Greenwich

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. janúar síðastliðinn hvar Valerie Reyes, 24 ára, á dularfullan hátt í New Rochelle í New York í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst níu dögum síðar í Greenwich í Connecticut. Það voru vegavinnumenn sem fundu líkið. Valerie hafði verið bundin á höndum og fótum og lík hennar sett í rauða ferðatösku sem hafði verið skilin eftir við veg í skóglendi.

CNN segir að réttarmeinafræðingar hafi ekki enn skorið úr um dánarorsök hennar.

Norma Sanchez, móðir Valerie, sagði í samtali við WABC að Valerie hafi verið mjög óttaslegin og örvæntingarfull þegar hún hringdi í hana síðasta sinn en það var kvöldið áður en hún hvarf.

„Hún var virkilega hrædd. Mjög hrædd. Óttaðist um líf sitt.“

Sagði móðir hennar. Hún sagði að Valerie hafi þjáðst af þunglyndi og kvíða. Hún starfaði í bókaverslun Barnes and Noble í Eastchester og hafði gert síðastliðin tvö og hálft ár.

Valerie Reyes. Mynd:Lögreglan í Greenwich

Eftir að ekkert hafði heyrst frá henni í nokkra daga fóru vinnufélagar hennar og ættingjar að lýsa eftir henni og það sama gerði lögreglan.

Lögreglan í Greenwich sagði í fréttatilkynningu að ekkert yrði til sparað til að finna morðingja Valerie og sjá til þess að réttlætið nái fram að ganga. Þá kom einnig fram að margar ábendingar hafi borist vegna málsins. Nágrannar hennar hafa skýrt frá því að hún hafi rifist við unnusta sinn skömmu áður en hún hvarf en ekkert hefur komið fram um hvort hann sé grunaður í málinu.

Ekki er enn vitað hvar hún var myrt.

Móðir hennar er fullviss um að morðinginn finnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig