fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Myndirnar eru sagðar vera eftir Adolf Hitler – Enginn vill kaupa þær

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illa gengur að koma fimm vatnslitamyndum sem sagðar eru vera eftir Adolf Hitler í verð. Myndirnar sem um ræðir voru til sölu á uppboði í Nurnberg í Þýskalandi um helgina en seldust ekki.

Áður en Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands og leiðtogi Nasistaflokksins reyndi hann fyrir sér sem listmálari – án mikils árangurs.

Ástæða þess að myndirnar voru lítt eftirsóttar á uppboðinu um helgina er sú að ekki þykir útilokað að myndirnar séu falsaðar. Höfðu uppboðshaldarar vonast til þess að fá sem nemur 2,5 til 6 milljónum króna fyrir hvert verk.

Myndirnar eru merktar Adolf Hitler og eru málaðar í svipuðum stíl og aðrar myndir hans. Þremur dögum fyrir uppboðið á laugardag lagði lögregla hald á 63 málverk sem sögð voru eftir Hitler vegna gruns um að þau væru fölsuð. Talið er að eftir Hitler liggi um tvö þúsund myndir sem hann málaði í Vínarborg sem ungur maður. Hann reyndi að komast inn í listaháskólann í Vín en var hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?