fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:20

Jagúarinn og Henrik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. mars 2005 var lögreglumenn sendir í Klerkegade í Kaupmannahöfn. Þar hafði maður, sem var að viðra hundinn sinn, gert óhugnanlega uppgötvun. Hann hafði fundið tvo fætur og einn handlegg bak við ruslagám. Restin af líkinu fannst ekki fyrr en daginn eftir. Það hafði verið hlutað í sundur og illa farið með það. Lögreglan varð að grípa til mjög óvenjulegra aðferða til að bera kennsl á líkið, svo illa var það farið.

Þetta kom fram í sjónvarpsþættinum „Profil af en morder“ á Kanal 5 á þriðjudagskvöldið.

„Þetta var rannsókn þar sem ég þurfti að grípa til róttækra aðferða til að hægt væri að bera kennsl á líkið.“

Sagði Ove Dahl, sem stýrði rannsókninni, í þættinum.

Réttarmeinafræðingar komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að líkið hefði verið skorið í sundur af viðvaningi og að ekki væri langt um liðið síðan það gerðist. En það var ekki auðvelt að bera kennsl á líkið.

„Hann var ekki með nein sérstök einkenni. Hann var ekki með neina skartgripi, engin húðflúr, ekkert sem gat hjálpað okkur að bera kennsl á hann.“

Sagði Dahl. Fingraför fórnarlambsins voru heldur ekki á skrá yfirvalda. Úðabrúsi fannst á vettvangi en morðinginn hafði reynt að troða honum upp í endaþarm hins látna.

Dahl sagði að hann hefði talið sig tilneyddan til að grípa til óvenjulegra og róttækra aðgerða til að hægt væri að bera kennsl á líkið.

„Ég veit vel að þetta er óþægilegt, en ef það er einhver þarna úti, einn af nánustu ættingjunum, þá neyðist maður bara til að gera eitthvað.“

Sagði Dahl. Hann ákvað að lögreglan myndi birta mynd af líkinu en áður höfðu áverkarnir á andliti þess verið huldir. Þetta bar árangur og kennsl voru borin á líkið sem var af leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen. En morðið var fjarri því að vera upplýst.

Ábending kom lögreglunni á sporið

Lögreglunni bárust síðan nokkrar ábendingar frá íbúum og vintum í Adelgade 63 sem höfðu sé Knudsen fara inn í bygginguna. Á fyrstu hæð bjó Ahmed Isaac Rahma, betur þekktur sem Jagúarinn, og beindist grunur lögreglunnar fljótt að honum. Við leit í íbúð hans fundust kjötleifar og blóð bak við ofn inni á baði. Baðherbergið hafði verið þrifið vel, nánast dauðhreinsað en þetta hafði þó farið framhjá þeim sem þreif það. Rannsókn leiddi í ljós að kjötið og blóðið var úr Knudsen.

Í íbúðinni fannst lokið af úðabrúsanum sem hafði verið reynt að troða upp í endaþarm Knudsen.

Jagúarinn.

Á þessum tímapunkti fékk lögreglan upplýsingar um að Jagúarinn væri á kaffihúsi í Kaupmannahöfn. En þegar lögreglumenn komu þangað voru 15 mínútur síðan hann fór þaðan. Síðar kom í ljós að honum var ekið frá kaffihúsinu á aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn þar sem hann tók lest til Þýsklands. Þaðan fór hann síðan til heimalands síns, Súdan.

„Okkur fannst öllum að við værum alveg á hælum hans og að við værum mjög nálægt því að ná honum. Það er bæði ergilegt og miður að við náðum honum ekki.“

Sagði Dahl.

Jagúarinn hefur aldrei náðst en talið er að hann haldi sig enn í Súdan.

Jared Heller, 35 ára, var handtekinn og dæmdur fyrir sinn hlut í málinu en hann var félagi Jagúarsins. Heller sagði fyrir dómi að þeir hefðu hitt Knudsen á bar í Kaupmannahöfn og hafi síðan farið heim til Jagúarsins. Þar hafi Jagúarinn drepið Knudsen á meðan Heller svaf. Hann hafi síðan komið að Jagúarnum og líkinu inni á baði og hafi neyðst til að aðstoða við að sundurhluta líkið.

Dahl sagði að þessi skýring sé frekar ósennileg að hans mati. Þetta sé hugsanlega uppspuni frá rótum.

Jared Heller var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og vísað úr landi í fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta