fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Að minnsta 922 látnir í mislingafaraldri – Hræðsla við bólusetningar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 922 hafa látið lífið í mislingafaraldri sem nú gengur yfir Madagaskar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru meirihluti látinna börn.

Frá því að mislingafaraldurinn hófst í september hafa fleiri en 66 þúsund íbúar eyjunnar smitast af sjúkdómnum.

Með bólusetningum er auðvelt að fyrirbyggja sjúkdóminn og hefur alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafið átak ásamt yfirvöldum Madagaskar til að bólusetja yfir 6 milljónir barna á eyjunni.

Einnig er vonast til að fyrirbyggja frekari smit með fræðslu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að bólusetja börn og reynt að berjast gegn bólusetningar hræðslu.

Í skýrslu sem gefin var út í síðustu viku segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að engin fordæmi séu fyrir slíkum faraldi og að ástæðu hans megi rekja til þess að lítil áhersla virðist hafa verið lögð á að börn séu bólusett í reglubundnum bólusetningum.

Í skýrslunni er greint frá 300 dauðsföllum og 53 þúsund smitum.

Á árinu 2018 voru 229.000 tilkynnt smit af mislingum í  heiminum sem er tvöfalt meira heldur en árin á undan. Þessar tölur eru þó aðeins bráðabirgðaniðurstöður og er búist við að rauntölur séu mun hærri.

Á Madagaskar búa um 25 milljónir manna og samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er þjóðin ein sú fátækasta í heiminum.

Frétt The Sidney Morning Herald

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?