fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fjölskyldan átti von á milljörðum: Sér nú fram á að fá ekki krónu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur konu sem skotin var til bana af lögreglunni í Baltimore árið 2016 sá fram á að fá 38 milljónir dala, 4,5 milljarða króna, vegna dauða hennar.

Konan sem um ræðir, hin 23 ára Korryn Gaines, var skotin til bana eftir sex klukkustunda umsátur lögreglu. Aðstandendur Korryn stefndu lögreglu á þeim forsendum að lögreglumenn hefðu farið offari og dauða hennar borið að með ólögmætum hætti.

Dómstóll tók undir þetta og dæmdi lögregluna til að greiða fjölskyldunni 38 milljónir dala. Áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði hins vegar við í liðinni viku og sýknaði lögreglu. Aðstandendur Korryn munu því ekki fá krónu.

Dómari í málinu, Mickey Norman, sagði að lögreglumaðurinn sem skaut Korryn, Royce Ruby, ætti að njóta friðhelgi í málinu. Vísaði hann til þess að Royce væri opinber starfsmaður og svo lengi sem hann hafi ekki brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum Korryn væri ekki hægt að gera hann ábyrgan. Taldi Mickey að hann hafi ekki gert það. Þá hafi hann verið að sinna starfi sínu þegar hann skaut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?