fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

16 ríki stefna Donald Trump vegna neyðarástandsyfirlýsingar hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 08:03

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16 ríki Bandaríkjanna, undir forystu Kaliforníu, hafa stefnt Donald Trump, forseta, fyrir að misbeita valdi sínu. Ríkin halda því fram að yfirlýsing Trump um að neyðarástand ríki á landamærunum við Mexíkó sé ekkert annað en misbeiting valds.

Ríkin hafa birt stefnu á hendur forsetanum og ríkisstjórn hans fyrir dómstóli í Kaliforníu. Ríkin segja að með því að lýsa yfir neyðarástandi misnoti Trump völd sín og brjóti því gegn stjórnarskrá landsins.

„Við stefnum Trump til að koma í veg fyrir að hann geti stolið skattfé frá okkur sem þingið hefur eyrnamerkt fólki í ríkjum okkar.“

Segir Xavier Bercerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, í yfirlýsingu. Hann hafði áður tilkynnt að Kalifornía myndi reyna að hnekkja ákvörðun Trump fyrir dómstólum því ríkið á á hættu að missa fé sem er eyrnamerkt verkefnum á vegum hersins, til neyðaraðstoðar og annarra verkefna.

Trump greip til þess ráðs á föstudaginn að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó til að geta fjármagnað byggingu múrsins mikla sem hann hefur heitið að láta reisa á landamærunum. Þingið hefur ekki orðið við kröfum hans um að setja fé í verkefnið. Með því að lýsa yfir neyðarástandi hefur forsetinn nokkuð frjálsar hendur við að finna fé í ýmsum sjóðum ríkisins og setja það í verkefnið.

Auk Kaliforníu eru það Colorado, Cennecticut, Delaware, Hawaii, Illinois, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Jersey, New Mexico, New York, Oregon og Virginia sem standa að málshöfðuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta