fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Allir héldu að hún hefði flutt að heiman fyrir 19 árum – Síðan fannst hún á óvæntum stað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir töldu að Jasmina Dominic hefði flutt að heiman fyrir 19 árum en hún hafði búið hjá foreldrum sínum í Króatíu. Nýlega fannst hún síðan á óvæntum stað og er óhætt að segja að það hafi komið flestum í opna skjöldu.

Jasmina var 23 ára þegar síðast sást til hennar í kringum aldamótin. En það var ekki fyrr en 2005 sem tilkynnt var um hvarf hennar til lögreglunnar.

Nýlega fannst hún síðan, það er að segja lík hennar, í frysti á heimili foreldra hennar í bænum Palovec. Króatískir fjölmiðlar skýra frá þessu. Það liggur því ljóst fyrir að hún yfirgaf æskuheimili sitt aldrei.

Systir hennar, Smiljana Srnec, býr nú í húsinu og hefur hún verið handtekin grunuð um að hafa orðið systur sinni að bana. Smiljana er þremur árum eldri en Jasmina.

Líkið fannst þegar fjölskyldan var að endurskipuleggja og endurnýja húsið.

Samkvæmt frétt Index hefur Smiljana viðurkennt að hafa orðið systur sinni að bana. Ástæða þess að líkið fannst ekki fyrr er að frystinum hafði verið komið fyrir undir stiga og því var ekki hægt að opna lokið á honum alveg til fulls og því var einfaldlega of erfitt að kíkja ofan í hann.

Lögreglan lýsti eftir Jasmina.

Telegram segir að Smiljana sé grunuð um að hafa villt um fyrir lögreglunni og systur sinni varðandi hvarf Jasmine fyrir 19 árum. Hún sagði að Jasmine hafi látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja og hafi meira að segja verið í sambandi við sig síðar.

Lögreglan hafði áður leitað að Jasmine á og við heimilið en hafði greinilega ekki kíkt ofan í frystikistuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma

Vill ekki banna kynjaskipta sundkennslu og sundtíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri

Kona áreitti 13 ára dreng kynferðislega á almannafæri