fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Kötturinn gaf undarleg hljóð frá sér í hlustunartækið – Móðirin kíkti inn í svefnherbergið og reif barnið upp

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 06:55

Midnight við hlið hlustunartækisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá sem dreymir um að eignast börn hugsa oft ýmsar hugsanir því tengdu. Verður það strákur eða stelpa? Hversu mörg börn eignast ég? Það er ekkert óeðlilegt við slíka drauma. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og við væntum og óskum okkur.

Roy og Bernita Rogers, frá Kansas City í Missouri í Bandaríkjunum, dreymdi um að eignast börn en hlutirnir gengu ekki fyrir sig eins og þau óskuðu sér.

Eftir nokkurra ára hjónaband hafði Bernita þrisvar sinnum misst fóstur. Þetta var að vonum mikið áfall en þau gáfu drauminn um barneignir ekki upp á bátinn.

Til að draga úr tómleikanum ákváðu þau að fá sér kött sem þau gætu beint ást sinni og hlýju að. Þau fengu sér fallegan svartan kettling sem fékk nafnið Midnight. Hann er ekki bara mikilvægur hluti af fjölskyldunni heldur var hann upphafið að yndislegum hlut.

Fljótlega eftir að Midnight kom til sögunnar varð Bernita barnshafandi og í þetta sinn tókst meðgangan vel og hún eignaðist yndislega stúlku sem var skírð Stacey. Midnight laðaðist strax að henni og Stacey kunni vel að meta köttinn.

Stacey.

Dag einn virtist Stacey vera lasin og fóru foreldrar hennar því með hana til læknis. Hann skoðaði hana og sagði þeim að hafa engar áhyggjur, hún væri bara kvefuð. Þegar heim var komið lögðu þau Stacey í rúmið sitt og kveiktu á hlustunartækinu í herberginu og fóru fram. Midnight var að vanda inni hjá Stacey.

Skömmu síðar heyrðu þau óvanalegt hljóð berast frá hlustunartækinu.

„Þetta var svona öskur-grátur. Þetta var hræðilegt og ég stökk upp úr stólnum og hljóp upp stigann.“

Sagði Bernita um það sem gerðist þennan dag.

Hjónin flýttu sér inn í herbergi Stacey og sáu þá strax að hún barðist við að ná andanum. Húð hennar var komin með bláan fölva. Þau óku strax með hana á slysadeild þar sem læknar tóku við henni og náðu að koma öndun hennar í lag. Hún jafnaði sig síðan en spurningin er hvernig þetta hefði endað ef Midnight hefði ekki öskrað og þannig gert foreldrunum viðvart um hvað var á seyði.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá umfjöllunum þetta mál í spjallþætti Oprah Winfrey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?