Farsælt samstarf GSÍ og Eimskips heldur áfram

Arnar Ægisson
Mánudaginn 14. maí 2018 18:29

Til vinstri er Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og til hægri er Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips.

Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips skrifuðu í dag undir samning þess efnis.

Eimskip verður áfram styrktar- og samstarfsaðili Golfsambands Íslands. Keppnistímabilið 2017-2018 er það áttunda í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar.

Gylfi sagði Eimskip leggi sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar golfíþróttarinnar líkt og á undanförnum átta árum.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Eimskip velur að styðja við golfíþróttina. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt, allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli. Útivistin sem fylgir golfiðkun er holl og góð fyrir alla sem taka þátt.  Afrekskylfingum hefur fjölgað mikið og við erum alltaf að sjá betri umgjörð og fagmennsku í kringum golfið. Metnaðurinn er alltaf að aukast og árangur íslenskra kylfinga erlendis er alltaf að verða betri og betri. Ég vil þakka GSÍ fyrir samstarfið á liðnum árum og óska öllum gleðilegs golfsumars,“

sagði Gylfi m.a. í dag á fundi með fréttamönnum í Laugardal þar sem að GSÍ kynnti helstu viðburðina sem eru framundan á golfsumrinu 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Raflost hefst í dag