fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019

Liðakeppni golfklúbba sett á laggirnar á mótaröðum fullorðinna

Arnar Ægisson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið var samþykkt tillaga frá mótanefnd GSÍ þess efnis að GSÍ standi fyrir stigakeppni golfklúbba sem er liðakeppni golfklúbba innan valinna móta á mótaröð fullorðinna, sbr. reglugerð um stigamót. Keppnin fer fram í þeim mótum á mótaröð fullorðinna þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 60 eða meiri.

Í hverju liði eru fjórir keppendur í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Í karlaflokki telja þrjú bestu skor og í kvennaflokki tvö bestu skor.

Klúbbar sem vilja senda lið til keppni skulu tilkynna liðsskipan til GSÍ a.m.k. tveimur sólarhringum áður en mót hefst (t.d. í síðasta lagi kl. 23:59 á miðvikudegi ef mótið hefst á föstudegi).

Berist liðsskipan ekki innan þeirra tímamarka skulu fjórir forgjafarlægstu keppendur í karlaflokki teljast í liðinu og þrír forgjafarlægstu í kvennaflokki. Ef tveir eða fleiri keppendur hafa sömu forgjöf skal hlutkesti ráða.

Lið fá stig í keppninni í samræmi við árangur liðsins í hverju móti. Stig reiknast eins og fram kemur í viðauka I í reglugerð um stigamót.

Stigameistarar golfklúbba í flokki karla og í flokki kvenna eru þau lið sem eru efst að samanlögðum stigum eftir lokamót keppnistímabilsins.

Ef tvö lið eru jöfn telst það lið sigurvegari sem efst hefur orðið í fleiri mótum og ef þau eru enn jöfn sigrar það lið sem hefur lægra heildarskor úr stigamótunum. Fáist ekki úrslit með þessu móti ræður hlutkesti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 13 klukkutímum

Messi klikkaði og skoraði í sigri Barcelona

Messi klikkaði og skoraði í sigri Barcelona
433
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard bálreiður út í sína menn: Gleymið þessum titli

Gerrard bálreiður út í sína menn: Gleymið þessum titli
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta sögðu Íslendingar um atriðin í Söngvakeppninni: „Áfram Latibær á djöflasýru“ – „Ég er farinn á kvíðalyf“

Þetta sögðu Íslendingar um atriðin í Söngvakeppninni: „Áfram Latibær á djöflasýru“ – „Ég er farinn á kvíðalyf“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Vanþakklát kona – Ók út af – Stal síðan bíl þeirra sem reyndu að aðstoða hana

Vanþakklát kona – Ók út af – Stal síðan bíl þeirra sem reyndu að aðstoða hana
433
Fyrir 16 klukkutímum

KA slátraði Íslandsmeisturum Vals

KA slátraði Íslandsmeisturum Vals
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“