fbpx

Birgir Leifur keppir á Evrópumótaröðinni í Belgíu

Arnar Ægisson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 16:51

Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er á meðal keppenda á Evrópumótaröðinni í þessari viku. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og er keppt að þessu sinni í Antwerpen í Belgíu. Mótið fer fram á Rinkven International GC.

Birgir Leifur er í ráshóp með Marcus Armitage og Johan Carlsson fyrstu tvo keppnisdagana. Þeir fara af stað kl. 5:40 að íslenskum tíma fimmtudaginn 17. maí eða kl. 7:40 að staðartíma.

Keppnisfyrirkomulagið er óhefðbundið á þessu móti þar sem heimamaðurinn Thomas Pieters er gestgjafi. Keppt er í höggleik fyrstu tvo hringina þar sem að 144 keppendur hefja leik.

Keppnisvöllurinn er blanda af holum á tveimur völlum á Rinkven International GC en þar eru tveir 18 holu vellir. Á Suður-vellinum er 1. holan leikinn ásamt holum 11-18 og eru það fyrri 9 holurnar á „keppnisvellinum“. Norður-völlurinn er leikinn á síðari 9 holunum og þar verða holur 10-18 leiknar.

Alls komast 64 efstu áfram í úrslitakeppni sem leikinn verður á laugardag og sunnudag. Þar verður keppendum skipt upp í tvo riðla. Þrjár umferðir verða leiknar í riðlinum á laugardag, 9 holur í hverri umferð. Sá aðili sem leikur á færri höggum í sínum leik kemst áfram í næstu umferð. Alls komast 8 efstu áfram úr hvorum riðli á laugardeginum.

Á lokahringnum verður sami háttur hafður á, leiknar verða þrír 9 holu hringir og í lokaumferðinni ráðast úrslitin í hreinum 9 holu úrslitaleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Vetur konungur mættur
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Milner með frábært grín – Vill vera alveg eins og liðsfélagi sinn

Milner með frábært grín – Vill vera alveg eins og liðsfélagi sinn
Menning
Fyrir 3 klukkutímum

Eddie Murphy verður fúll á móti

Eddie Murphy verður fúll á móti
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hugsanleg tengsl á milli neyslu glútens á meðgöngu og sykursýki barna

Hugsanleg tengsl á milli neyslu glútens á meðgöngu og sykursýki barna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mæla með að fólk bíði með að fá sér iPhone Xs

Mæla með að fólk bíði með að fá sér iPhone Xs
433
Fyrir 6 klukkutímum

Totti reyndi að sannfæra þá bestu um að koma

Totti reyndi að sannfæra þá bestu um að koma
433
Fyrir 6 klukkutímum

Stjórnarformaður Chelsea með snakk fyrir alla

Stjórnarformaður Chelsea með snakk fyrir alla