fbpx

Þrír íslenskir kylfingar á Opna breska áhugamannamótinu

Arnar Ægisson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 06:17

Aron Snær, Bjarki og Gísli.

Þrír íslenskir kylfingar hófu leik í gærá Opna breska áhugamannamótinu (British Amateur) sem fram fer á Royal Aberdeen Golf Club í Skotlandi. Gísli Sveinbergsson úr Keili, Bjarki Pétursson úr GB og Aron Snær Júlíusson úr GKG.

Staðan:

Mótið er eitt það virtasta og sterkasta hjá áhugakylfingum og sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á þremur risamótum atvinnukylfinga, Mastersmótinu, Opna breska og Opna bandaríska.

Alls eru 288 keppendur og leika þeir alls 36 holur í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana. Síðan tekur við holukeppni en 64 efstu eftir höggleikinn komast í gegnum niðurskurðinn.

Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð þar til að tveir mætast í úrslitaleik um sigurinn.

Aðstæður voru erfiðar í gær, keppnisvöllurinn var þurr og mikill vindur var á svæðinu. Flatirnar voru mjög hraðar og skorið var því eftir því.

Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ er með í för og var hann aðstoðarmaður Bjarka og Gísla á fyrsta keppnisdeginum.

Gísli Sveinbergsson lék á +5 í gær á Murcar vellinum í Aberdeen eða 75 höggum.

Bjarki Pétursson lék á 76 höggum eða +6 á Murcar vellinum.

Aron Snær Júlíusson lék á 78 höggum eða +8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigursteinn um níðingana: „Ég taldi og tel hins vegar rétt og skylt að greina frá þessari vitneskju“

Sigursteinn um níðingana: „Ég taldi og tel hins vegar rétt og skylt að greina frá þessari vitneskju“
433
Fyrir 8 klukkutímum

Turan fékk hæstu sekt í sögu Tyrklands

Turan fékk hæstu sekt í sögu Tyrklands
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi bar í bragganum kostaði tvær og hálfa milljón – Sjáðu alla reikningana og myndirnar

Þessi bar í bragganum kostaði tvær og hálfa milljón – Sjáðu alla reikningana og myndirnar
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota
433
Fyrir 9 klukkutímum

Sky: Tottenham á eftir leikmanni Bournemouth

Sky: Tottenham á eftir leikmanni Bournemouth
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fær 230 þúsund krónur útborgað en borgar 240 þúsund í húsaleigu – „Ég vona bara að leigan hækki ekki“

Fær 230 þúsund krónur útborgað en borgar 240 þúsund í húsaleigu – „Ég vona bara að leigan hækki ekki“
Matur
Fyrir 9 klukkutímum

21 eldhúsráð sem þú átt alls ekki að taka mark á

21 eldhúsráð sem þú átt alls ekki að taka mark á