fbpx

Ólafía byrjaði vel – lék 69 höggum á Onieda-LPGA mótinu

Arnar Ægisson
Föstudaginn 6. júlí 2018 08:59

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnumaður í golfi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hóf leik í gær á Thornberry Creek LPGA mótinu í Oneida Wisconsins í Bandaríkjunum.

Samkvæmt upplýsingum frá golf.is lék Ólafía á 69 höggum eða -3. Hún var í 22. sæti þegar hún kom í hús.

Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig og fékk alls sex fugla og þrjá skolla á hringnum.

Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem hófu leik á 1. keppnishringnum. Ragnar Már Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, er aðstoðarmaður hennar í þessu móti líkt og á undanförnum mótum.

Mótið er það 15. á keppnistímabilinu hjá Ólafíu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra. Ólafía Þórunn er í 128. sæti CME listans fyrir þetta mót.

Staðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

FH-ingar svara fyrir sig og saka Guðlaugu um lygar – ,,Hið rétta er að allar skuldir félagsins eru í skilum“

FH-ingar svara fyrir sig og saka Guðlaugu um lygar – ,,Hið rétta er að allar skuldir félagsins eru í skilum“
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Vill 400 þúsund króna lágmarkslaun: „Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar“

Vill 400 þúsund króna lágmarkslaun: „Kúgun kvenna á sér margar birtingarmyndir og ein þeirra er láglaunastefna Reykjavíkurborgar“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

10 hlutir sem of kurteist fólk gerir

10 hlutir sem of kurteist fólk gerir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?