fbpx

Íslensku keppendurnir standa sig vel á EM atvinnukylfinga

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:51

Birgir Leifur og Axel Bóasson

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar eru á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.-12. ágúst.

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum.

Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru saman í liði.  Í lokaumferðinni verða liðin síðan skipuð einum karli og einni konu.

Birgir Leifur og Axel hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa. Þeir leika til úrslita um laust sæti í undanúrslitum mótsins gegn Noregi í lokaumferðinni. Birgir og Axel lögðu Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur umferðunum.

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 12 klukkutímum

Íslenskar konur opna sig um tengdamæður sínar: Vandræðaleg augnablik: „Mamma klippti táneglurnar á kærastanum“

Íslenskar konur opna sig um tengdamæður sínar: Vandræðaleg augnablik: „Mamma klippti táneglurnar á kærastanum“
Fyrir 13 klukkutímum

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun
433
Fyrir 14 klukkutímum

Rafa Benitez: Fínt ef eigandinn gæti skorað mörkin fyrir okkur

Rafa Benitez: Fínt ef eigandinn gæti skorað mörkin fyrir okkur
Fyrir 16 klukkutímum

Áfengisfrumvarpið sýndarmennska

Áfengisfrumvarpið sýndarmennska
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu