fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019

Íslensku keppendurnir standa sig vel á EM atvinnukylfinga

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:51

Birgir Leifur og Axel Bóasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar eru á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.-12. ágúst.

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum.

Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru saman í liði.  Í lokaumferðinni verða liðin síðan skipuð einum karli og einni konu.

Birgir Leifur og Axel hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa. Þeir leika til úrslita um laust sæti í undanúrslitum mótsins gegn Noregi í lokaumferðinni. Birgir og Axel lögðu Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur umferðunum.

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ferguson mætir aftur á hliðarlínuna á Old Trafford

Ferguson mætir aftur á hliðarlínuna á Old Trafford
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Silja Bára tekur 55 kíló í bekk: „Af og til reynir maður of mikið á sig“

Silja Bára tekur 55 kíló í bekk: „Af og til reynir maður of mikið á sig“
433
Fyrir 14 klukkutímum

Varð elsti markaskorari í sögu Bundesligunnar í kvöld

Varð elsti markaskorari í sögu Bundesligunnar í kvöld
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Friðrik Ómar og Tara í úrslit í Söngvakeppninni: Kristina fær „wild card“

Friðrik Ómar og Tara í úrslit í Söngvakeppninni: Kristina fær „wild card“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Köstuðu steinum í átt að eiginkonunni – Börnin voru með í för

Köstuðu steinum í átt að eiginkonunni – Börnin voru með í för
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var svo ánægður þegar Guardiola mætti: ,,Þú ert algjör snillingur“

Var svo ánægður þegar Guardiola mætti: ,,Þú ert algjör snillingur“