fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Annika Sörenstam kemur til Íslands í júní

Arnar Ægisson
Mánudaginn 7. maí 2018 11:33

Annika Sörenstam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta íþróttastjarna allra tíma kemur til Íslands í júní á þessu ári. Það er engin önnur en Annika Sörenstam frá Svíþjóð, sem var á sínum tíma í sérflokki í atvinnugolfi í kvennaflokki. Annika er 47 ára gömul og hefur sigrað á 10 risamótum á ferlinum. Hún er þriðji sigursælasti kylfingurinn á LPGA Tour með 72 sigra og 17 sigra á LET Evrópumótaröðinni, þar sem hún er þriðji sigursælasti kylfingur allar tíma. Annika hætti í keppnisgolfinu árið 2008, þá aðeins 38 ára gömul. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði af Golf á Íslandi sem er á leið til kylfinga sem eru skráðir í golfklúbb.

„Annika er ekki bara einn einn þekktasti kylfingur sögunnar, heldur er hún á meðal þekktustu nafna íþróttasögunnar. Til að mynda valdi ESPN íþróttatímaritið hana á meðal 20 bestu íþróttamanna veraldar á dögunum, en sá listi var gefinn út í tilefni af 20 ára afmæli íþróttarisans. Tiger Woods var efstur, en Annika var fyrst kvenna á listanum, í sjötta sætinu, á undan tenniskonunni Serenu Williams sem var næst kvenna á listanum í tólfta sæti, brasilísku knattspyrnukonunni Mörtu, körfuboltakonunni Lauren Jackson og frjálsíþróttakonunni Allyson Felix. Það er til marks um það hversu stórt nafn hún er í heimi íþróttanna,” segir Hulda Bjarnadóttir fjölmiðlakona, ein þeirra sem stendur að komu Anniku til landsins.

Annika hefur þegið boð um að koma til Íslands um miðjan júní, nánar tiltekið 10. og 11. júní. Viðburðir verða auglýstir síðar, en hún mun taka þátt í fundum og viðburðum er tengjast uppbyggingu golfíþróttarinnar hérlendis.

„Það er Anniku hjartans mál að styðja við ungar konur í íþróttinni og mun hún hitta afreksfólk okkar hérlendis, auk þess sem hún mun hitta lykilfólk golfhreyfingarinnar,” segir Hulda um tilgang komu hennar.

Annika mun einnig halda fyrirlestra um hugarfar og markmiðasetningu og deila reynslu sinni um hvernig hún hefur náð þeim árangri sem raunin er, jafnt innan sem utan vallar. Árið 2008 hætti hún sem atvinnumaður í golfi og sneri sér þá að uppbyggingu golfakademíu í eigin nafn, alþjóðlegum golfmótum í eigin nafni, viðskiptum tengdum golfvallahönnun, hönnun fatalínu og fjármálaráðgjöf til íþróttamanna og íþróttafélaga.

„Mikill heiður og lyftistöng“

„Tímasetningin er frábær og það er ljóst að golfíþróttinni er sýndur mikill heiður að eitt stærsta nafnið í íþróttinni hefur áhuga á að koma til landsins. Það sýnir okkur um leið að fylgst er með kylfingunum okkar á meðal hinna bestu. Þetta eru skemmtilegir tímar sem við erum að upplifa og verður heimsókn Anniku án efa mikil lyftistöng til framtíðar,” segir Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands um komu Anniku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur, Rán og Ásta hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Hildur, Rán og Ásta hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur