fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ólafía Þórunn lék á +1 á fyrsta hringnum á KPMG risamótinu

Arnar Ægisson
Föstudaginn 29. júní 2018 07:24

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnumaður í golfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik í gær á KPMG risamótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Kildeer í Illinois fylki rétt við borgina Chicago í Bandaríkjunum.

KPMG meistaramótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Ólafía Þórunn lék á 73 höggum í gær eða +1. Hún byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu fjórum holunum. Íþróttamaður ársins tapaði síðan höggi á 8., 9. og 11. – og aðrar holur lék hún á pari.

Hér er skor keppenda uppfært: 

Mótið fer fram á Kemper Lakes Golf Club og aldrei áður hefur keppnisvöllur í 64 ára sögu mótsins verið eins langur. Völlurinn er 6.741 stikur eða 6.163 metrar. Til samanburðar þá er Grafarholtsvöllur í Reykjavík 6.057 metrar af hvítum teigum eða öftustu teigum.

Danielle Kang hefur titil að verja á mótinu en aðeins fimm kylfingar hafa náð að verja titilinn á þessu móti. Mickey Wright (1960-61); Patty Sheehan (1983-84); Juli Inkster (1999-2000); Annika Sorenstam (2003-05); og Inbee Park (2013-15).

Alls eru 156 keppendur sem taka þátt og þar af eru 24 leikmenn að keppa í fyrsta sinn á þessu risamóti. Ólafía Þórunn keppti í fyrra á þessu móti og var hún þá fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppti á risamóti í golfi á atvinnumótaröð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Staðfestir að hann verði áfram hjá Barcelona – ,,Ég er 100 prósent viss“

Staðfestir að hann verði áfram hjá Barcelona – ,,Ég er 100 prósent viss“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjunarlið HK og FH – Óbreytt hjá gestunum

Byrjunarlið HK og FH – Óbreytt hjá gestunum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ballið ekki búið þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið – ,,Hluti af leiknum“

Ballið ekki búið þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið – ,,Hluti af leiknum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“

Guardiola neitar allri sök – ,,Hann bað um þetta í tvö ár“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni