fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Axel og Guðrún Brá stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018

Arnar Ægisson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 06:47

Frá vinstri: Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Mynd/Frosti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Bóasson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.

Úrslitin réðust á Securitasmótinu ı GR-bikarnum um helgina á Grafarholtsvelli. Þetta er í þriðja sinn sem Axel fagnar þessum titli en í fyrsta sinn sem Guðrún Brá er stigameistari í kvennaflokki.

Axel og Guðrún eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi 2018 og fengu þau 500.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Eimskipsmótaröðinni.

Árangur Guðrúnar á tímabilinu var stórkostlegur en hún sigraði á fimm af alls sex mótum sem hún tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 83%.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK varð í öðru sæti á stigalistanum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt.

Árangur Guðrúnar Brár á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: 1. sæti.
16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: 1. sæti.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2. sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni var einnig stórkostlegur en hann sigraði á þremur af þeim fjórum mótum sem hann tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 75%. Kristján Þór Einarsson, GM varð í öðru sæti á stigalistanum og Rúnar Arnórsson, GK varð í þriðja sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
16.09. 2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2.sæti

Í ár var stigameistaratitillinn veittur í 30. sinn frá upphafi. Stigamótaröð GSÍ hófst árið 1989 og voru Sigurjón Arnarsson (GR) og Karen Sævarsdóttir (GS) fyrstu stigameistararnir. Björgvin Sigurbergsson (GK), faðir Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, hefur oftast orðið stigameistari í karlaflokki eða fjórum sinnum alls. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR oftast fagnað stigameistaratitlinum eða níu sinnum alls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn