fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Heiður að utan

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 15:37

Róbert Wessman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndarspekingar lyfjafyrirtækisins Alvogen eru duglegir að koma sínu fyrirtæki á framfæri og forstjóranum Róberti Wessman. Í öðru hverju tölublaði fríblaðsins Mannlífs (sem er í eigu kynningastjóra Alvogen) er umfjöllun um fyrirtækið og á dögunum vakti fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins athygli á því að fyrirtækið hefði í samstarfi við Háskóla Íslands keypt umfjöllun um gestafyrirlestur forstjórans hjá útskriftarárgangi MBA-nema.

Í vikunni bárust þau tíðindi svo frá Bretlandi að Róbert Wessman hefði verið útnefndur forstjóri ársins í lyfjageiranum af tímaritinu European CEO. Hvorki meira né minna.

Frá þessu var greint í frétt á vef blaðsins, sem var dreift af Alvogen á samfélagsmiðlum, þar sem finna mátti lofræðu um forstjórann, þar sem meðal annars kom fram að hann gæti nú kennt þeim Elon Musk og Bill Gates eitt og annað þegar kæmi að stjórnun fyrirtækja!

Íslendingum finnst upphefð sem kemur að utan jafnan afar góð á bragðið, en lyfjaspekúlantar sem litu við á kaffistofunni veltu fyrir sér hvort þarna væri ekki komið eitt dæmið enn um elju og útsjónarsemi kynningardeildar Alvogen undir forystu Halldórs Kristmannssonar.

Verðlaunin forstjóri ársins í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins, sem European CEO magazine útnefnir ár hvert, eru nefnilega svokölluð hégómaverðlaun, eða það sem á ensku er kallað vanity-award. Skilgreiningin á þess konar verðlaunum er sú að þau sé hægt að kaupa af lítt þekkt fjölmiðlum sem gera svo mikið úr útnefningunni.

Á vef Wikipediu er þetta orðað þannig:

„Hégómaverðlaun eru verðlaun sem verðlaunahafinn kaupir beint eða með markaðsfjármagni til þess að láta líta út eins og um alvöru heiður sé að ræða.“

Á Wikipediu er einmitt tilgreint að fyrirtækið World News Media, sem gefur meðal annars út European CEO magazine, sé þekkt fyrir slík hégómaverðlaun í öllum mögulegum geirum atvinnulífsins. Og ekki þarf mikla rannsóknarvinnu til að sjá að Róbert Wessman var einmitt fyrir stuttu í umfjöllun annars tímarits sömu útgáfu, World Finance. Ekki er þó hægt að fullyrða að sú umfjöllun hafi verið keypt.

Hitt er svo annað, hve dýrmætur þessi heiður er Róberti Wessman og félögum í Alvogen, sem fara nú um allar koppagrundir í leit að fjármagni fyrir systurfélagið Alvotech sem tapar peningum eins og enginn sé morgundagurinn.

Stutt rannsóknarvinna leiðir nefnilega í ljós, að John Philips sem var „útnefndur“ lyfjaforstjóri ársins af sama tímariti árið 2015, er atvinnulaus orðinn í dag eftir að hafa verið rekinn í síðasta mánuði. Hann var forstjóri Midatech Pharma þegar verðlaunin voru afhent og var gengi félagsins þá 250 í árslok í Kauphöllinni í Lundúnum. Það hrundi svo niður í 30 og forstjórinn fékk reisupassann.

Í fyrra vann verðlaunin svo Claudio Broggi frá fyrirtækinu Mega Pharma í Úrúgvæ og hver hefur ekki heyrt hans frábæru leiðtogahæfileika getið?

Á kaffistofunni vona menn, allra hluta vegna, að reikningurinn fyrir þessa almannatengslaæfingu Alvogen-manna hafi ekki verið of hár. Spurningin er hvort íslenskir blaðamenn leiti svara við því?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni

Evrópudeildin: Ensku liðin bæði úr leik – Roma henti Milan úr keppni
433
Fyrir 15 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans