Hamrar í Hvítá í Árnessýslu

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:18

Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið.

Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin.

Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu.

Veitt er á tvær stangir á svæðinu og eru þær seldar saman. Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds. Veiðitími er að hámarki 12 klukkustundir á dag á tímabilinu frá kl. 7 til 22.

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Hver stöng má aðeins drepa tvo laxa á dag. Eftir það skal sleppa öllum laxi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 1 klukkutíma

Sjónarspil: Nýtt íslenskt borðspil vekur athygli

Sjónarspil: Nýtt íslenskt borðspil vekur athygli
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Bein útsending – Stuðningsmenn Íslands í stuði fyrir utan völlinn

Bein útsending – Stuðningsmenn Íslands í stuði fyrir utan völlinn
Fyrir 3 klukkutímum

Frítt að veiða í Ölfusárós næstu tvo daga

Frítt að veiða í Ölfusárós næstu tvo daga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Kærustur Gylfa og Harðar bjartsýnar fyrir leikinn: „Ég held að Gylfi skori í dag“

Kærustur Gylfa og Harðar bjartsýnar fyrir leikinn: „Ég held að Gylfi skori í dag“