Nú er sumarið loksins að byrja

Gunnar Bender
Sunnudaginn 22. júlí 2018 14:16

Við heyrðum í Guðrúnu Unu Jónsdóttur formanni Stangaveiðifélags Akureyrar sem var kampakát. Hún sagði þó að veðurblíða hafi umlukið fólk á Norðurlandi  undanfarnar vikur er sumarið rétt að byrja núna með komu sjóbleikjunnar.

,,Ég er Hörgárunnandi númer eitt og brá mér í eftirlætisána mína um helgina í fyrsta skipti þetta sumarið ásamt spúsa mínum Árna Jóhannessyni. Að þessu sinni lá leiðin á svæði 4 a. Talsvert vatn er í Hörgánni en hún er nokkuð tær. Eins og oft áður breytir áin sér talsvert á þessu svæði milli ára og það er engin breyting á því núna,“ segir Guðrún Una.

Hún segir ennfremur að farvegur Lönguhlíðarkvíslar sem hefur verið þurr til margra ára er það sannarlega ekki lengur.  Bleikjan er alla vega mætt. Við settum í nokkra fiska og komum þremur á land. Þetta voru flottir fiskar á bilinu 47-54 sm. Þeir fengust í hylnum við brúna neðan Mela og vikunum þar fyrir neðan. Beykir, Nobbler og Stirða voru veiðiflugur dagsins.

 

Mynd: Guðrún Una Jónsdóttir formaður Stangaveiðifélags Akueyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Stefán Karl er látinn

Ekki missa af

433
Fyrir 4 klukkutímum

N’Golo Kante bað stuðningsmann Arsenal afsökunar – Ræddu málin og tóku mynd saman

N’Golo Kante bað stuðningsmann Arsenal afsökunar – Ræddu málin og tóku mynd saman
Menning
Fyrir 5 klukkutímum

Rachel Wish gefur út lagið CandyGlass

Rachel Wish gefur út lagið CandyGlass
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Líf hryllir við dauða langreyðarfósturs: „Þetta er svo mikil sturlun. Ég vil að hvalveiðum verði hætt og að allar hvalategundir verði friðaðar.“

Líf hryllir við dauða langreyðarfósturs: „Þetta er svo mikil sturlun. Ég vil að hvalveiðum verði hætt og að allar hvalategundir verði friðaðar.“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Auðmaður ræðst harkalega á Donald Trump og segir hann brjóta lög daglega – „Spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“

Auðmaður ræðst harkalega á Donald Trump og segir hann brjóta lög daglega – „Spilltasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“
Menning
Fyrir 9 klukkutímum

Drottningin á Júpíter býður til útgáfuhófs

Drottningin á Júpíter býður til útgáfuhófs
433
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Usain Bolt byrjaður að æfa með nýju liði

Sjáðu myndirnar – Usain Bolt byrjaður að æfa með nýju liði