Íslenska fluguveiðiakademían stofnuð

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:52

Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna. Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu.

Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi.

,,Þetta eru stórtíndi í veiðiheiminum,” sagði Gunnar Örn Petersen í samtali við Veiðipressuna og það eru orð að sönnu og verður gaman að fylgjast með þessu næstu missiri.

Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þó nokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.

Af námskeiðum á dagskránni má nefna:

  • Flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi
  • Fluguhnýtingarnámskeiðfyrir byrjendur
  • Ljósmyndanámskeið með Matt Harris
  • Námskeið í stangarsmíðum
  • Þurrfluguhnýtingar
  • Að setja í þann stóra með NilsFolmer
  • Opið hús til æfinga í fluguköstum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Stangveiðimenn greiddu 4,9 milljarða fyrir veiðileyfin – Verðmætið sagt 170 milljarðar

Stangveiðimenn greiddu 4,9 milljarða fyrir veiðileyfin – Verðmætið sagt 170 milljarðar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“

Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“