fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Fyrsti fiskurinn og komin með veiðidellu

Gunnar Bender
Mánudaginn 2. júlí 2018 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systurnar Ísold og Æsa voru öflugar í veiðinni um helgina útá Mýrar og voru ákveðnar í að fara ekki fisklausar heim úr veiðitúrnum. Það gekk upp hjá þeim systrum, þar sem að Ísold fékk sinn fyrsta fisk í ferðinni og var mjög stolt og ánægð með urriðann sem reyndist vera um fjögur pund.

Æsa fékk sinn fyrsta fisk á sama aldri og reynsla hennar kom að góðum notum við að hjálpa litlu systur við löndunina. Fiskurinn tók maðk og náðist í Hítarvatni í ágætu veðri, nánast logn en skýjað

Spenningurinn var svo mikill að Ísold átti erfitt með að sofna kvöldið áður og mikill veiðihugur var komin í hana. Hún rifjaði upp fyrri veiðiferðir og var mikið að spá í hvaða agn væri best að nota og nefndi alla kosti sem að henni datt í hug og það var augljóst að veiðieðlið var alsráðandi við skipulagninguna á veiðiferðinni.

Það var eins og að hún væri búin að ákveða það í huganum að nú skyldi maríufiskurinn koma á land. Við höfðum að vísu rætt það í vetur að nú væri komið að henni að fá sinn fyrsta fisk, þar sem að hún væri orðin sjö ára og yngst í hópnum.Veiðibakterían hefur náð tökum á henni og nú er ekki aftur snúið.

 

Mynd: Æsa Sigurbjörg og Ísold Katla Ýr með fyrsta fiskinn Mynd Hrönn Thorarensen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“