fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Íslenska fluguveiðisýningin – úthlutun styrkja

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fluguveiðisýningin, sjálfseignarstofnun (IFFS), safnaði tæplega 650.000 kr. árið 2018 og mun þeim fjármunum verða varið i þágu meginmarkmiðs stofnunarinnar, sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar þakkar þær frábæru móttökur sem fyrsta sýningin fékk og tilkynnir um leið að sýningin verður haldin að öðru sinni þann 14. mars 2019.

Úthlutun styrkja 

Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar hefur ákveðið að útdeila 400.000 kr. af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýningunni árið 2018 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin.

Stjórn ályktaði enn fremur að mikilvægasta baráttumál stofnunnarinnar um þessar mundir sé að vekja athygli á skaðsemi eldis á laxi í opnum sjókvíum og að reyna að sporna við áframhaldandi aukningu á slíku eldi. Í ljósi þessa hljóta aðilar sem hafa látið sig þessi mál varða á árinu 2018 styrk frá stofnuninni að þessu sinni.

Eftirtaldir aðilar hljóta styrk vegna ársins 2018:

NASF á Íslandi – 200.000 kr. 

NASF á Íslandi hefur verið áberandi á árinu 2018 í umræðum um skaðsemi sjókvíaeldis á laxi. Sjóðurinn fylgist grannt með allri lagasetningu og úrskurðum sem snýr að málaflokknum og kemur á framfæri þörfum athugasemdum. Ljóst er að NASF ætlar sér að halda áfram þeirri baráttu fyrir Atlantshafslaxinum sem náttúruverndarsinninn og baráttumaðurinn Orri Vigfússon heitinn hóf, en sjóðurinn var stofnaður í tengslum við það frumkvöðlastarf hans.

Icelandic Wildlife Fund – 200.000 kr.  

Icelandic Wildlife Fund hefur verið mjög áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á laxi á árinu. Þar ber helst að nefna mikil og áberandi miðlun upplýsinga til almennings og gerð kynningarefnis um skaðsemi sjókvíaeldis. Þá hefur IWF barist fyrir því að neytendur fái aðgang að upplýsingum um uppruna eldislax og komið á framfæri ýmsum valkostum fyrir neytendur sem kjósa að sniðganga lax úr opnum sjókvíum. IWF hefur einnig komið á framfæri athugasemdum við lagasetningu og úrskurði um málefnið.

Mynd:  Frá afhendingu styrks Íslensku fluguveiðisýningarinnar. Frá hægri, Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri IFFS, Friðleifur Egill Guðmundsson, frá NASF, Kristján Páll Rafnsson, formaður stjórnar IFFS, Jón Kaldal, frá IWF, og Elvar Örn Friðriksson, frá NASF.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð