fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Finnskur raðmorðingi handtekinn – Kyrkti fórnarlömb sín – Það yngsta aðeins 12 ára

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 06:02

Michael Maria Penttilä

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnski raðmorðinginn Michael Maria Penttilä, 52 ára, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um morð. Hann á langan sakaferil að baka og hefur hlotið dóma fyrir þrjú morð og margar morðtilraunir. Það er sammerkt í flestum málunum að hann kyrkti fórnarlömbin eða reyndi að kyrkja þau en öll fórnarlömbin voru kvenkyns. Sú yngsta var aðeins 12 ára gömul.

Að þessu sinni er Penttilä grunaður um að hafa myrt 52 ára konu í íbúð hennar í Berghäll í Helsinki þann 13. apríl. Lík hennar fannst 4. maí. Yle.fi greinir frá þessu. Fram kemur að rannsókn lögreglunnar hafi leitt í ljós að morðið hafi verið vel skipulagt.

Samkvæmt frétt Ilta-Sanomat fannst lík konunnar eftir að nágrannar hennar kvörtuðu undan slæmri lykt í stigaganginum.

Penttilä var handtekinn á heimili sínu í Brobacka í norðurhluta Helsinki þann 6. maí. Lögreglan segir að Penttilä neiti sök.

Langur sakaferill

Penttilä fæddist í Uleåborg 1965 og hét þá Jukka Torsten Lindholm. Hann var fyrst dæmdur í fangelsi 1985 en þá hlaut hann dóm fyrir að hafa myrt móður sína en hann kyrkti hana. Hann hefur hlotið marga dóma fyrir misþyrmingar og ofbeldisverk gegn konum.

Hann hefur einnig hlotið dóma fyrir að hafa myrt 12 ára stúlku og 42 ára konu. Hann myrti þær báðar eftir að hafa boðið þeim heim til sín.

Öll morðin framdi hann með því að kyrkja fórnarlömbin. Hann var með leðurhanska þegar hann kyrkti konurnar og stúlkuna. Hann hefur einnig reynt að myrða fleiri konur en ekki tekist.

Að beiðni finnskra yfirvalda gerði bandaríska alríkislögreglan FBI persónugreiningu á Penttilä. Niðurstaðan var að hann sé mjög hættulegur raðmorðingi og eigi alls ekki að ganga laus.

Þrátt fyrir þetta var hann látinn laus úr fangelsi í desember 2016 en þá hafði hann afplánað nýjasta dóminn en hann hlaut hann fyrir að hafa ætlað að myrða 17 ára stúlku, nágranna hans, með því að kyrkja hana. Hann hafði ekki verið frjáls lengi þegar hann hófst handa við skipulagningu morðs. Það taldi lögreglan að minnsta kosti og var hann ákærður fyrir það en sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“