fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Draumafríið breyttist í algjöra martröð

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að tilhlökkun hafi ríkt hjá Jennifer og Frank Massabki fyrir ferðalaginu til Mexíkó sem þau fóru í fyrir skemmstu. Jennifer og Frank voru nýbúin að trúlofa sig og ákváðu að skella sér til Mexíkó til að finna stað fyrir brúðkaupið.

Einn klukkutími

Það var í maí í fyrra sem Jennifer og Frank skelltu sér til Mexíkó. Þau flugu frá heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og beint til Mexíkóborgar þar sem þau leigðu bílaleigubíl hjá bandarísku fyrirtæki. Þau héldu svo af stað á vit ævintýranna, óku burt frá ysi og þysi borgarinnar og út í sveitina.

Jennifer og Frank höfðu þó ekki verið nema klukkustund á ferðinni þegar annarri bifreið var ekið aftan á þeirra bifreið. Frank, sem ók bílnum, stöðvaði ferðina til að ræða við ökumanninn. Það var þá sem ferðalagið breyttist í martröð. Tveir vopnaðir menn stigu út úr bifreiðinni og skipuðu Jennifer og Frank að koma með þeim.

Bundið var fyrir augu þeirra og allir skartgripir sem þau báru á sér, trúlofunarhringarnir þar á meðal, voru teknir og þeim var ekið á afvikinn stað gegn vilja þeirra.

Vildu lausnargjald

MarketWatch fjallaði um sögu þeirra og í umfjölluninni kom fram að Jennifer og Frank skilji bæði spænsku og hafi því getað skilið hvað fór á milli mannræningjanna. Ljóst var að þeir ætluðu að krefjast lausnargjalds fyrir þau. Og það var einmitt það sem kom á daginn.

Ekki leið á löngu þar til mannræningjarnir sögðu Jennifer og Frank að hugsa um einstaklinga sem gætu borgað fyrir lausn þeirra. Meðan á prísundinni stóð urðu Jennifer og Frank fyrir ofbeldi og segir Jennifer að einn mannanna hafi reynt að nauðga henni. Eftir að hafa verið haldið í nokkrar klukkustundir gegn vilja sínum tókst Frank að flýja og hafa samband við lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn voru ræningjarnir á bak og burt.

Sjá einnig: Ekkert lát á morðöldunni í vinsælli ferðamannaparadís: 5 lík fundust í bíl

Jennifer nefbrotnaði í átökum við árásarmennina og gekkst undir aðgerð þegar komið var heim til Bandaríkjanna. Í umfjöllun MarketWatch segjast þau stíga fram og segja sögu sína til að vara aðra ferðalanga við hættunum sem kunna að fylgja því að ferðast til landa á borð við Mexíkó. Cancun og aðrir ferðamannastaðir í Mexíkó eru sérstaklega vinsælir meðal bandarískra ferðamanna en þó, því miður, ekki hættulausir. Hefur bandaríska utanríkisráðuneytið meðal annars sent frá sér viðvörun til þeirra sem eru að hugleiða ferðalög til Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu