fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ebóla hefur nú borist til milljónaborgar í Kongó

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 04:18

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Lýðstjórnarveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebóla hafi borist til borgarinnar Mbandaka en þar býr um ein milljón manna. Þetta hefur í för með sér að ebólufaraldurinn, sem kom nýlega upp í landinu, er kominn á nýtt stig. Heilbrigðisstarfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að finna þá borgarbúa sem hafa umgengist þann sem er talinn vera smitaður af veirunni.

Ebóla hefur nú greinst á þremur svæðum í Kongó, í Mbandaka og á tveimur stöðum á landsbyggðinni.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO tilkynnti nýlega að þar á bæ væru menn undir það versta búnir vegna hugsanlegrar útbreiðslu ebólu í Kongó.

Talið er að 23 hafi látist af völdum veirunnar í Kongó hingað til en nú hefur málið tekið nýja og mun alvarlegri stefnu því erfitt verður að halda aftur af útbreiðslu veirunnar nú þegar hún hefur borist til stórrar borgar.

WHO hefur fengið 4.000 skammta af bóluefni gegn ebólu en það er enn á tilraunastigi og erfitt í notkun og ekkert kraftaverkalyf gegn smiti að sögn WHO.

Þetta er í níunda sinn sem ebóla brýst út í Kongó frá því að veiran fannst fyrst á áttunda áratugnum. Veiran er mjög skæð og verður 50-90 prósent þeirra sem smitast af henni að bana. Faraldrarnir í Kongó hafa aldrei orðið mjög umfangsmiklir en nú gæti staðan verið allt önnur fyrst veiran hefur borist til Mbandaka. Stríðsástand ríkir í stórum hluta landsins, forsetinn átti að láta af embætti fyrir hálfu ári en situr sem fastast og mikill fjöldi fólks getur ekki brauðfætt sig. Allt þetta mun gera baráttunni gegn veirunni erfiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug