fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings segir að Rússar hafi reynt að hjálpa Trump að vinna forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 06:26

Putín og Trump verða hugsanlega leiðtogar tveggja öflugustu hervelda heims áður en langt um líður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar á hvort Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum 2016. Niðurstaða nefndarinnar er að leyniþjónustur hafi komist að réttri niðurstöðu þegar þær mátu það sem svo að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna með það að markmiði að koma Donald Trump á forsetastólinn. Leiðtogar demókrata og repúblikana í nefndinni kynntu niðurstöðuna í gær.

„Aðgerðir Rússa voru umfangsmiklar, fágaðar og framkvæmdar eftir beinni skipun frá Pútín forseta. Markmiðið var að hjálpa Donald Trump og skaða Hillary Clinton.“

Segir í sameiginlegri yfirlýsingu Richardd Burr, repúblikana og formanns nefndarinnar, og Mark Warne, demókrata og varaformanns nefndarinnar.

Skýrsla nefndarinnar verður birt opinberlega um leið og leyniþjónustustofnanir hafa farið yfir hana og veitt samþykki fyrir birtingu upplýsinga sem í henni eru.

Í yfirlýsingu frá Burr kom fram að nefndin hafi eytt undanförnum 14 mánuðum í að rannsaka málið, farið hafi verið yfir frásagnir heimildarmanna, gögn frá leyniþjónustum og ýmis önnur gögn. Engin ástæða sé til að véfengja niðurstöðu leyniþjónustustofnana um að Rússar hafi blandað sér í kosningabaráttuna 2016.

Niðurstaðan er afgerandi en málið er einnig athyglisvert fyrir aðrar sakir því demókratar og repúblikanar eru sammála um niðurstöðuna en þverpólitísk niðurstaða sem þessi er sjaldgæf á Bandaríkjaþingi.

Niðurstaða rannsóknarnefndar öldungadeildarinnar er allt önnur en niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildarinnar sem sakað leyniþjónustur um að hafa farið með rangt mál og sagði að ekkert benti til að Rússar hafi stutt Trump og reynt að skaða Clinton. Það voru þó aðeins repúblikanar í nefndinni sem stuttu þessa niðurstöðu.

Trump hefur margoft bent á þessa niðurstöðu rannsóknarnefndar fulltrúadeildarinnar til að styðja málflutning sinn um að rannsókna á tengslum framboðs hans við Rússa sé ekkert annað en nornaveiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður